Fara í efni

Skólanefnd

24. maí 2017

284. (107) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. maí 2017, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Ragnhildur Jónsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Ráðning aðstoðarleikskólastjóra í Leikskóla Setljarnarness -málsnr. 2017050237
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningu aðstoðarleikskólastjóra í Leikskóla Seltjarnarness.

    Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar kl. 8:10.+
  2. Úttekt á skólamötuneyti -málsnr. 2017050340.
    Útektarskýrsla var lögð fram til kynningar. Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður úttektarinnar.

    Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi kl. 08:25.
  3. Niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness
    Helga Kr. Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa. Fulltrúar skólanefndar óska nemendum, kennurum og stjórnendum skólans til hamingju með góðan árangur í öllum árgöngum.
  4. Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðarþáttöku foreldra -málsnr. 2016090060.
    Erindið var lagt fram til kynningar á 277. fundi nefndarinnar 14.09.2016 og skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness var falið að skoða kostnað og fyrirkomulag innkaupa fyrir næsta skólaár. Skólastjóri lagði fram til kynningar tillögur um breytingar sem ætlað er að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra.
  5. Ráðningar kennara og annars starfsfólks í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu og gangi mála varðandi ráðningar fyrir skólaárið 2017-18.
  6. Bókun 1 í kjarasamningi SNS og FG frá 29.11.2016. -málsnr. 2017010095.
    Fræðslustjóri lagði fram til kynningar skýrslu starfshóps um bókun 1 til sveitarfélagsins ásamt umbótaáætlun fyrir Grunnskóla Seltjarnarness. Skólanefnd þakkar starfshópnum, fræðslustjóra og öllum sem komu að vinnunni við bókun 1 í Grunnskóla Seltjarnarness fyrir þeirra framlag.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?