Fara í efni

Skólanefnd

19. september 2018

293. (116) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. september 2018, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elísabet Ingunn Einarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Sonja Jónasdóttir, starfandi aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórey Einarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Leikskóli Seltjarnarness -opnun nýrra leikskóladeilda.
    Fræðslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri gerðu grein fyrir opnun nýrra leikskóladeilda við Leikskóla Seltjarnarness.
    Skólanefnd þakkar starfsfólki Leikskóla Seltjarnarness og öðrum þeim sem unnið hafa að undirbúningi og framkvæmdum við að gera opnun nýrra leikskóladeilda mögulega, kærlega fyrir sitt framlag.
  2. Hönnunarsamkeppni v. nýs leikskóla á Seltjarnarnesi. -málsnr. 2018050359.
    Lagt fram til kynningar.
  3. Samantekt um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness 2013-2018-málsnr. 2018090147.
    Fræðslustjóri kynnti málið.

    Sonja Jónasdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórey Einarsdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og
    Elísabet Ingunn Einarsdóttir komu til fundar kl. 08:45.
  4. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2019 -málsnr. 2018090118.
    Skólanefnd staðfesti skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019.
  5. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2018-2019 -málsnr. 2018090119.
    Skólanefnd staðfesti starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019.

    Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar og Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir viku af fundi kl. 09:10.
  6. Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness -skólaárið 2018-2019.
    Kári Húnfjörð Einarsson greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

    Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi kl. 09:25.
  7. Innleiðing leikskóla vegna nýrra persónuverndarlaga nr. 90/2018-málsnr. 2018090147.
    Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um málið, dags. 7.sept. 2018, var lagt fram til kynningar og framlag Seltjarnarnesbæjar vegna innleiðingarinnar samþykkt.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?