Fara í efni

Skólanefnd

27. janúar 2021

310. (133) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2020, kl. 08:00 sem fjarfundur í Microsoft TEAMS. 

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Sveinn Guðmarsson, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Gísladóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Áslaug Jóhannnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Þórhildur Ólafsdóttir, fulltrúi foreldraráðs Leikskóla Seltjarnarness, og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2020-2021 -málsnr. 2021010188.
    Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2020-2021.

  2. Sumarlokun í Leikskóla Seltjarnarness sumarið 2021 -málsnr. 2021010187.
    Skólanefnd samþykkti tillögu að sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness fyrir sumarið 2021.

    Margrét Gísladóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir viku af fundi kl. 08:20 og Ólína Thoroddsen, Harpa Frímannsdóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Sveinn Guðmarsson komu til fundar.

  3. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2021-2022 -málsnr. 2020110177.
    Skólanefnd staðfesti skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2021-2022.

  4. Upplýsingatækni í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 20200178.
    Ólína Thoroddsen fylgdi eftir samantekt um stöðu mála í upplýsingatækni og óskir um skólans um búnað.
    Eftirfarandi bókun var samþykkt af skólanefnd:
    Gífurlega hröð þróun hefur verið í upplýsingatækni í námi og kennslu á síðustu árum. Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf stöðugt að vera á tánum við að endurmeta þörf á búnaði, endurmenntun og innleiðingu nýrra aðferða í starfinu. Því fögnum við þeirri greinargerð er birtist okkur hér, sem gefur til kynna hvar má bæta úr til að koma Grunnskóla Seltjarnarness á þann stað sem við viljum vera er varðar upplýsingatækni.

    Skólanefnd og fulltrúar foreldra skora á bæjarstjórn að
    1) Tekin verði upp á ný staða verkefnastjóra í upplýsingatækni.
    2) Endurnýja og bæta við tækjabúnað skólans samkvæmt þeim tillögum sem koma fram í greinargerð kennara. Leita þarf allra leiða til að leysa fljótt úr þeirri þörf sem lýst er í greinargerðinni.
    3) Styðja frekar við þróunarverkefni er lúta að innleiðingu nýrra kennsluaðferða með upplýsingatækni í forgrunni.

  5. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2020 -málsnr. 2021010312.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Skólanefnd óskar nemendum, kennurum og stjórnendum skólans til hamingju með góðan árangur.

    Ragnhildur Jónsdóttir, Ólína Thoroddsen, Harpa Frímannsdóttir og Helga Kristín Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 09:00.

  6. Reglur um úthlutun skólanefndar til skólaþróunarverkefna -málsnr. 2020110179.
    Skólanefnd samþykkti reglur um úthlutun til skólaþróunarverkefna og vísaði þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  7. Skóla- og frístundastarf á neyðarstigi -málsnr. 2020100138.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá gangi skóla- og frístundastarfs á neyðarstigi.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:24.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)
Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)
Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)
Björn Gunnlaugsson (sign.)
Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?