Fara í efni

Skólanefnd

07. september 2022

321. (144) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 7. september 2022, kl. 08:15 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Elín Margrét Rafnsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Harpa Frímannsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Elfa Antonsdóttir, fulltrúi foreldra við Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafi í Grunnskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði: Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Í upphafi fundar var Ragnhildur Jónsdóttir kjörin varaformaður nefndarinnar.


1. 2022090021 - Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Margrét Gísladóttir leikskólastjóri, gerði grein fyrir skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.


2. 2022090022 - Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness

Skólanefnd samþykkir umsókn frá Leikskóla Seltjarnarness um stuðning við börn skólaárið 2022-2023 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.


3. 2022090028 - Hvatning til skólanefndar, bæjarráðs og bæjarstjóra um lokun Leikskóla Seltjarnarness á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni

Skólanefnd vísar erindinu til sviðsstjóra til skoðunar og leggur jafnframt til að tilsvarandi fyrirkomulag verði athugað m.t.t. Skjóls og Frístundar.


Margrét Gísladóttir og Elín Margrét Rafnsdóttir viku af fundi kl. 8:55 og Kristjana Hrafnsdóttir, Harpa Frímannsdóttir, Elfa Antonsdóttir og Helga Sigríður Eiríksdóttir komu til fundar.


4. 2022090020 - Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Kristjana Hrafnsdóttir skólastjóri greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.

Skólanefnd óskar nýjum skólastjóra til hamingju með ráðninguna og óskar henni velfarnaðar í starfi á komandi árum.

Karen María Jónsdóttir, fulltrúi Samfylkingar og óháðra lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Mikilvægt er að nýta stafræna tækni til að auðga menntun barna og ungmenna með þeim hætti að þau geti mætt framtíðinni með opnum örmum. Því er spurt hvort og þá hvernig innleiðingu á framsækinni og skapandi upplýsingatækni í skólastarfi bæjarins hefur almennt verið háttað, þ.e. Námi og kennslu? Með hvaða hætti og upp að hvaða marki hefur starfsfólki skólans verið gert kleift að sinnastarfsþróun og byggja upp lærdómssamfélag hvað þetta varðar? Hversu mikinn aðgang hefur starfsfólk að kennsluráðgjafa sem býður upp fræðslu, ráðgjöf og stuðning við notkun stafrænnar tækni í skólastarfinu? Eða að kerfisstjóra til aðstoðar? Þar móti er spurt hvort hversu margir nemendur í 7. - 10. bekk fái úthlutað eigið námstæki til afnotayfir veturinn? Hvaða kennsluhugbúnaður er nýttur í skólastarfinu og hvort framkvæmt hafi verið áhættumat og mat á áhrifum á persónuvernd á honum? Hvaða aðrar skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að gæta öryggis persónuupplýsinga í skólastarfinu? Loks, upp að hvaða marki fjölgun námstækja hafi mætt með fjölgun netbeina og netskipta til tryggja hraða og gæði nettenginga í starfseminni?


5. 2022060064 - Ársskýrsla náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2021-2022

Lagt fram til kynningar. Helga Sigríður Eiríksdóttir námsráðgjafi svaraði fyrirspurnum.

Skólanefnd þakkar fyrir greinargóða og vandaða skýrslu.


Helga Sigríður Eiríksdóttir vék af fundi kl. 09:20.


6. 2022090023 - Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2022-2023

Lagt fram til kynningar.


7. 2022090024 - Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2022-2023

Lagt fram til kynningar.


Kristjana Hrafnsdóttir, Harpa Frímannsdóttir og Elfa Antonsdóttir viku af fundi og Kári H. Einarsson kom til fundar kl. 09:25.


8. 2022090025 - Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2022-2023

Kári H. Einarsson, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.


9. 2022020160 - Skóladagatal Tónlistarskóla Seltjarnarness, ósk um breytingu

Skólanefnd samþykkti ósk um breytingu á starfsáætlun Tónlistarskóla Seltjarnarness og staðfesti endurskoðað skóladagtal skólans fyrir skólaárið 2022-2023.


10. 2019010209 - Endurskoðun skólastefnu Seltjarnarnesbæjar, staða verkefnisins og næstu skref

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og framvindu þess.

Skólanefnd felur sviðsstjóra að mynda nýjan starfshóp til vinna úr fyrirliggjandi gögnum og skila tillögum að endurskoðaðri menntastefnu fyrir 1. desember nk.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.


Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?