Fara í efni

Skólanefnd

125. fundur 19. júní 2003
Málefni grunnskóla:

Dagskrá

1. Erindisbréf fyrir skólanefnd Seltjarnarness

2. Fundargerðir skólastjórafunda (1-5)

3. Ráðningar starfsmanna í grunnskólunum

4. Dagsetningar skólanefndafunda til áramóta 2003/2004

5. Önnur mál:



Framkvæmdaraðili: Skólanefnd

Fundur nr. :

125 (20)

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: MH
Staður: Bæjarskrifstofa    
Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Margrét Harðardóttir. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Regína Höskuldsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Fjóla Höskuldsdóttir; Fulltrúar foreldra: Kristján Davíðsson.

Dagsetning :

19.06.2003

 

Frá kl. :

17:30

 

Til kl. :

20:00

 

Næsti fundur:

2003

 

Tími :

17:00

 

Staður:

 

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1. Eftir miklar umræður samþykkti skólanefnd að fresta afgreiðslu um erindisbréfið til næsta fundar.

   
2. Lagðar fram fundargerðir skólastjórafunda (Fskj. 125-1).

a) Nokkur umræða var um vinnutímaskipulag þroskaþjálfa. Skólaskrifstofu falið að leysa málið í samráði við skólastjóra og í umboði skólanefndar.

b) Skólanefnd óskar eftir að grunnskólafulltrúi taki saman greinargerð varðandi samanburð launa í skólunum.

 

 

 

MH

 
3. a) Auglýsa þarf eftir kennurum í Valhúsaskóla.

b) Auglýst hefur verið eftir kennurum og öðru starfsfólki í Mýrarhúsaskóla. Verið er að ganga frá ráðningu nokkurra starfsmanna.

   
4. Lagðar fram og samþykktar dagsetningar skólanefndafunda til áramóta (Fskj. 125-2).    
5. Önnur mál:

a) Lagt fram bréf frá leikskólakennaranema (Fskj. 125-3).

b) Lagt fram og kynnt bréf frá fjárhags- og launanefnd varðandi stuðning við fötluð börn í Skólaskjóli. Samþykkt hafði verið að fyrirkomulag þessara mála verði óbreytt (Fskj. 125-4).

c) Rætt um gjaldskrá Skólaskjóls. Samþykkt var að gjald fyrir hverja klukkustund verði óbreytt kr. 200,- en greitt verði fyrir allar seldar stundir. Ennfremur verður nú rukkað fyrir síðdegishressingu sem er valfjráls.

d) Lagt fram bréf frá foreldraráði Mýrarhúsaskóla varðandi áheyrnaraðild að vinnuhópi um endurbætur á Mýrarhúsaskóla (Fskj. 125-5).

Meirihluti skólanefndar leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar foreldraráðs Mýrarhúsaskóla munu reglum samkvæmt verða upplýstir um væntanlegar framkvæmdir við Mýrarhúsaskóla. Þannig munu foreldrar geta skilað umsögn til skólanefndar.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Neslistans í skólanefnd fagna áhuga foreldraráðs Mýrarhúsaskóla. Sjálfsagt er að þiggja krafta foreldra við uppbyggingu og þróun skólans. Það er illskiljanlegt að fulltrúar meirihlutans skuli hafna þessari málaleitan foreldraráðs.

e) Lagt fram bréf vegna þátttöku foreldra í greiðslu kostnaðar vegna ráðgjafar fyrir einhverfa nemendur (Fskj. 125-6).

   
     


Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Jens Pétur Hjaltested (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?