Fara í efni

Skólanefnd

110. fundur 18. september 2002

FUNDARGERÐ SKÓLANEFNDAR

Efni fundarins:

Málefni grunnskóla:

1. Tilkynning um tímabundið leyfi frá nefndastörfum.

  2. Kynning á forvarnarverkefni um þunglyndi er unnið var í Valhúsaskóla á síðasta skólaári.

  3. Eineltismál - svar skólasálfræðings og námsráðgjafa.

  4. Bréf frá bæjarstjóra.

  5. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti.

  6. Skýrsla námsráðgjafa Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla.

  7. Skýrsla sálfræðings vegna skólaársins 2001 - 2002.

  8. Niðurstöður á sjálfsmatsaðferðum skóla.

  9. Skýrsla stigsstjóra Mýrarhúsaskóla.

10. Umsókn um seinkun nýbúa um 1 ár.

11. Skýrsla nefndar um stefnu í UT málum fyrir Valhúsaskóla.

12. Umsókn nemanda um nám í framhaldsskóla.

13. Endurbætur á húsnæði Mýrarhúsaskóla.

14. Bréf frá íslenskukennurum Valhúsaskóla.

15. Busaball í Valhúsaskóla.

16. Önnur mál.

      a) Bréf frá Marteini Jóhannssyni vegna námsleyfis.

      b) Úttekt á skólamannvirkjum og skólalóðum varðandi öryggismál.

      c) Skólanefndarfundir/vinnufundir skv. úrskurði menntamálaráðuneytis.

      d) Samkomulag um framtíð og stjórnun Skólaskjóls.

      e) Skýrsla iðjuþjálfa og framtíð þess starfs.

      f) Fulltrúar kennara á skólanefndarfundum.

 

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

110 (5)

Fundarstjóri:  Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari:  ÓJS

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdótir. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson og Óskar J. Sandholt.. Fulltrúi kennara: Þórunn Halldóra Matthíasdóttir.

Dagsetning :

18.09.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

20:30

Næsti fundur:

16.10.2002

Tími :

17:00

Staður:

Skólaskrifst.

         

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Tilkynning um tímabundið leyfi frá nefndastörfum:

Lagt fram bréf frá Árna Einarssyni um leyfi frá nefndarstörfum til 15. desember 2002 (fylgiskjal 110-1).

 

 

2.        Kynning á forvarnarverkefni um þunglyndi er unnið var í Valhúsaskóla á síðasta skólaári:

Inga Hrefna Jónsdóttir kynnti framkvæmd forvarnarverkefnis og greindi frá helstu niðurstöðum. Grunnskólafulltrúa falið að ræða við Ingu með hugsanlegt framhald í huga.

 

 

 

 

ÓJS

 

 

 

 

Sept.

3.        Eineltismál - svar skólasálfræðings og námsráðgjafa:

Lagt fram svar skólasálfræðings og námsráðgjafa við spurningu er beint var til þeirra á 105. fundi skólanefndar (fylgiskjal 110-2).

 

 

4.        Bréf frá bæjarstjóra:
Lagt fram bréf frá bæjarstjóra um fundargerðir nefnda (fylgiskjal 110-3).

 

 

5.        Bréf frá Heilbrigðiseftirliti:
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis um nýbyggingar, viðhald og viðgerði í byggingum þar sem börn dveljast (fylgiskjal 110-4).

 

 

6.        Skýrsla námsráðgjafa Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla:
Lagðar fram skýrslur námsráðgjafa skólanna (fylgiskjöl 110-5 og 110-6).

 

 

7.        Skýrsla sálfræðings vegna skólaársins 2001 – 2002:
Lögð fram ársskýrsla skólasalfræðings (fylgiskjal 110-7).

 

 

8.        Niðurstöður á sjálfsmatsaðferðum skóla:
Lagðar fram niðurstöður menntamálaráðuneytis á sjálfsmatsaðferðum skóla (fylgiskjöl 110-8, 110-9, 110-10 og 110-11).

 

 

9.        Skýrsla stigsstjóra Mýrarhúsaskóla:
Lögð fram skýrsla stigsstjóra fyrir skólárið 2001 – 2002 (fylgiskjal 110-12).

 

 

10.     Umsókn um seinkun nýbúa um 1 ár:
Lagt fram bréf (fylgiskjal 110-13) þar sem óskað er eftir að einstaklingur fæddur 1986 er fluttist til landsins á vormánuðum fái undanþágu til að sitja 10. bekk á yfirstandandi skólaári. Samþykkt samhljóða.

 

 

11.     Skýrsla nefndar um stefnu í UT málum fyrir Valhúsaskóla:
Lögð fram skýrsla nefndar er starfað hefur frá apríl 2002 (fylgiskjal 110-14).

 

 

12.     Umsókn nemanda um nám í framhaldsskóla:
Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að nemandi er lokið hefur samræmdu grunnskólaprófi í ensku fái greidd skólagjöld vegna náms á framhaldsskólastigi í greininni (fylgiskjal 110-15). Samþykkt að leita eftir áliti menntamálaráðuneytis á því hver bera skuli kostnað af slíku.

 

 

 

 

ÓJS

 

13.     Endurbætur á húsnæði Mýrarhúsaskóla:
Samþykkt að stofnaður verði hópur er fari yfir viðhaldsþörf á húsnæði Mýrarhúsaskóla. Hópurinn skili niðurstöðum fyrir n.k. mánaðarmót og hann skipi Gunnar Lúðvíksson, bæjartæknifræðingur og grunnskólafulltrúi.

 

 

 

GL

 

 

30. sept.

14.     Bréf frá íslenskukennurum Valhúsaskóla:
Lagt fram erindi íslenskukennara Valhúsaskóla um lækkun kennsluskyldu (fylgiskjal 110-16). Skólanefnd telur að lækkun kennsluskyldu eigi að vera skipulagsmál er skólastjóri taki ákvörðun um enda hafi hann til þess svigrúm innan þess ramma er skólanum hefur verið úthlutað.

 

 

15.     Busaball í Valhúsaskóla:
SG gerði grein fyrir viðbrögðum skólans við atburðum er fóru úr böndum í tengslum við nýliðið „busaball“ skólans. Skólanefnd leggur áherslu á að viðlíka atburðir endurtaki sig ekki.

 

 

  1. Önnur mál:
    1. Bréf frá Marteini Jóhannssyni vegna námsleyfis:
      BTÁ bar skólanefnd þakkir fyrir hönd Marteins Jóhannssonar, aðstoðarskólastjóra Mýrarhúsaskóla, fyrir námsleyfi er hann fékk á liðnu skólaári.
    2. Úttekt á skólamannvirkjum og skólalóðum varðandi öryggismál:
      LHJ skýrði frá að Herdís Storgaard væri hætt úttektum á skólamannvirkjum en að í smíðum væri reglugerð um málið.
    3. Skólanefndarfundir/vinnufundir skv. úrskurði menntamálaráðuneytis:
      RH lagði fram úrskurð menntamálaráðuneytis (fylgiskjal 110-17) og óskaði eftir að hann yrði bókaður í heild sinni:
      „Sett hafa verið ný lög um grunnskóla nr. 66/1995 með ákvæðum um skólanefndir, sbr. 12. og 13. gr. laganna. Af þessu tilefni vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi.
      Fulltrúar kennara, skólastjóra og foreldra eiga rétt til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Skólanefnd skal boða fulltrúa skólastjóra, kennara og foreldra á formlega fundi sína. Í 13. gr. grunnskólalaga er tekið fram hvernig fulltrúar kennara skulu valdir. Það skoðast formlegir fundir sem boðað er sérstaklega til og haldin er fundargerðarbók sbr. VI kafla sveitarstjórnalaga nr. 8/1986. Ekki verður séð að neitt banni kjörnum fulltrúum í skólanefnd að koma saman til svokallaðra "vinnufunda" án þess að boða þá aðila sem lögum samkvæmt eiga rétt til setu á formlegum skólanefndarfundum. Hins vegar verður að líta svo á að slíkir fundir séu óformlegir og ekki teknar þar ákvarðanir né haldin opinber gjörðabók, þeir eru m.ö.o. ekki formlegir skólanefndarfundir.“
    4. Samkomulag um framtíð og stjórnun Skólaskjóls:
      RH kynnti samkomulag um stöðugildi deildarstjóra Skólaskjóls og benti sérstaklega á 4. lið samkomulagsins um að hugað verði að starfsemi þess í framtíðinni.
    5. Skýrsla iðjuþjálfa og framtíð þess starfs:
      RH benti á að iðjuþjálfi starfar bæði í grunn- og leikskólum bæjarins.

f.         Fulltrúar kennara á skólanefndarfundum:
Lagt fram bréf frá fulltrúum kennara um setu fulltrúa kennara í skólanefnd. Grunnskólafulltrúa falið að skoða hvort farið sé eftir lögum um grunnskóla í þeim efnum.

 

 

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lárusson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?