Fara í efni

Skólanefnd

13. apríl 2011

239. (62) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðrún Tinna Ólafsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnnskóla Seltjarnarness, og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2011-2012 -málsnr. 2011040023
    Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.
  2. Úthlutun fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2011-2012 -málsnr. 2011040010
    Skólanefnd samþykkir úthlutun og vísar málinu til fjárhags- og launanefndar.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir komu á fund kl. 8:35.
  3. Bréf frá umboðsmanni barna.
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir og Kristjana Hrafnsdóttir viku af fundi kl. 8:40.
  4. a) Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2010060013
    Skólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um samþykki fjárhags-og launanefndar.

    b) Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2010060013
    Skólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um samþykki fjárhags-og launanefndar.
  5. Beiðni um undanþágu um inntöku í Leikskóla Seltjarnarness vegna sérstækra aðstæðna.
    Skólanefnd samþykkir beiðnina og felur leikskólastjóra að fylgja málinu eftir.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir viku af fundi og
    Gylfi Gunnarsson kom á fund kl. 8:50.
  6. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2011-2012.
    Gylfi Gunnarsson gerði grein fyrir stöðu innritunar.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:10.
  7. Viðmið v. niðurlagningar starfa við Fræðslusvið Seltjarnarnesbæjar.
    Lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi fyrirspurnir voru lagðar fram á fundinum:

    Davíð Scheving lagði fram fyrirspurn fyrir fundinn og var fræðslufulltrúa falið að svara henni á næsta skólanefndarfundi.

    Sigurþóra Bergsdóttir lagði fram fyrirspurn til fræðslufulltrúa. Fyrirspurninni verður svarað á næsta skólanefndarfundi.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?