Fara í efni

Skólanefnd

24. apríl 2013

255. (78) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2013, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Ólína Thoroddsen, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigurþóra Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Umsókn um styrk til áskriftar og kennslu á smáforritinu Catalyst -málsnr. 2013040041
    Skólanefnd samþykkir umsóknina og felur fræðslustjóra eftirfylgni við samþykktina.

    Soffía Guðmundsdóttir og Sigríður Elsa Oddsdóttir viku af fundi og Gylfi Gunnarsson kom til fundar kl. 8:10.
  2. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness
    Gylfi Gunnarsson gerði grein fyrir stöðu innritunar.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi og Guðlaug Sturlaugsdóttir, Ólína Thoroddsen, Kristjana Hrafnsdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir komu til fundar kl. 8:20.
  3. Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2013-2014 -málsnr. 2013030014
    Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun.
  4. Niðurstöður foreldrakönnunar í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir kynnti niðurstöðurnar.

    Sigurlína Margrét Magnúsdóttir vék af fundi kl. 8:35 og Kristjana Hrafnsdóttir vék af fundi 
    kl. 8:45.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?