Fara í efni

Skólanefnd

22. apríl 2015
268. (91) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2015, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ólina Thoroddsen, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Erlingsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2015-2016 -málsnr. 2015040041.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun.
  2. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness, skólaárið 2015-2016 -málsnr. 2015030026.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.
  3. Grunnskóli Seltjarnarness, ósk um breytingu á starfsáætlun skólaárið 2014-2015 -málsnr. 2015040133.
    Skólanefnd samþykkir ósk um breytingu á starfsáætlun
  4. Öryggi skólabarna í umferðinni -málsnr.2015030036.
    Lagt fram til kynningar.

    08:30. Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar, Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Anna Erlingsdóttir komu til fundar.
  5. Skóladagtal Tónlistarskóla Seltjarnarness, skólaárið 2015-2016 -málsnr. 2015040126.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.

    08:35. Kári Húnfjörð Einarsson vék af fundi, Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar.
  6. Skóladagtal Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2015040127.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2015-2016.
  7. Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof -málsnr. 2015040134.
    Skólanefnd samþykkti skipan starfshóps til að vinna frekar með fyrirliggjandi tillögur um framtíðaruppbyggingu þjónustu til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur.
  8. Leikskóli Seltjarnarness, foreldrakönnun 2015 -málsnr. 2015040125.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með mikla þátttöku í könnuninni og góðar niðurstöður.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?