Fara í efni

Stjórn veitustofnana

156. fundur 17. nóvember 2023

156. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 17. nóvember 2023 kl. 8:00

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Bjarni Torfi Álfþórsson, Garðar S. Gíslason

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri sat fundinn.

Dagskrá:

1. 2023110109 – Fjárhagsáætlun Veitna (frá-, vatns- og hitaveitu) fyrir árið 2024

Formaður kynnti forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024

Fráveitugjald verði áfram 0,1425% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Vatnsgjald verði áfram 0,0855% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. g/2001.

Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir 2024 og voru umræður um hana.

Bókun: Drög að fjárhagsáætlun Veitna þ.e. Hitaveitu, Fráveitu og Vatnsveitu Seltjarnarness lögð fram.

2. 2023110108 – Gjaldskrárhækkun Veitustofnunar Seltjarnarness 2024, heitt vatn

Formaður lagði fram tillögu að 20% hækkun gjaldskrár frá 1. janúar 2024.

Tillaga formanns um 20% hækkun samþykkt.

Bókun:

Fulltrúar minnihlutans, Bjarni Álfþórsson og Garðar S. Gíslason, lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir sitja hjá við upplegg meirihlutans um 38% hækkun á gjaldskrá hitaveitu á tveggja mánaða tímabili. Það er mikilvægt að ná jafnvægi í rekstri veitna en ástæðan fyrir þessari bröttu hækkun eru mistök bæjarins við að innheimta eftir gjaldskrá sem samþykkt var á síðasta ári og verður að teljast bratt að hækka gjöld á íbúa um tæp 40% vegna mistaka hjá stjórnendum bæjarins.

3. 2023110110 – Uppfærsla stjórnbúnaðar hitaveitunnar á Lindarbraut

Lagt fram tilboð Verkís að uppfærslu stjórnkerfis í dælustöð hitaveitunnar við Lindarbraut.

Samþykkt að endurnýja stjórnbúnað hitaveitunnar og taka tilboðinu.

4. 2023110111 – Ráðning veitustjóra Veitna Seltjarnarness

Umræða um ráðningarferli veitustjóra Veitna en starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar.

Umræður þar sem rætt var um mögulegar breytingar á ráðningarferlinu.

5. Önnur mál

Formaður tilkynnti fyrirhugaðar breytingar á stjórn Veitustofnanna.

 

Fundi slitið kl. 9.17

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?