Fara í efni

Stjórn veitustofnana

16. september 2014
111. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn

 16. september 2014 kl. 17:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Fundargerð ritaði ÁH.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Gestur fundarins undir lið nr. 1 Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Borun hitastigulsholna á Seltjarnarnesi 2014.
    Hrefna Kristmannsdóttir kynnti samantekt yfir borun hitastigulsholna á Seltjarnarnesi á liðnu sumri sem Axel Björnsson og Hrefna Kristmannsdóttir framkvæmdu. Allar núverandi vinnsluholur hitaveitunnar eru á litlu svæði á norðanverðu Seltjarnarnesi í nágrenni við Bygggarðasvæðið. Væntanlega verður boruð ný vinnsluhola fyrir hitaveituna á næstu misserum eða árum. Til að auka þekkingu á jarðhitakerfinu og tryggja betur rétta staðsetningu nýrrar vinnsluholu var ákveðið að bora nokkrar grunnar rannsóknarholur. Meginniðurstaða tilraunaborananna er að sunnan við aðalvinnslusvæðið, í holu SN-14, kemur fram mjög hár hitastigull. Mat á þessum frumniðurstöðum rannsóknarborana gefur tilefni til að leggja til borun a.m.k. tveggja hitastigulsholna sunnan og vestan við holu SN-14. Skoða þarf síðan niðurstöður úr þeim borunum og taka síðan ákvörðun um framhaldið.
    Hrefna kynnti einnig að þörf væri á nýrri uppfærslu á Forðafræðilíkani af jarðhitasvæðum á Seltjarnarnesi.
    Stjórn þakkar Hrefnu greinargóða yfirferð yfir stöðu þessa verkefnis.
    Stjórn felur veitustjóra að vinna áfram með verkefnið og gera tillögu að næstu skrefum fyrir fjárhagsáætlun ársins 2015, sem lögð verður fram á næsta fundi.
    Stjórn felur Gísla að leita tilboðs að nýrri uppfærslu á forðafræðilíkani fyrir næsta fund.
  2. Framkvæmdir í sumar.
    GH upplýsti um helstu framkvæmdir sumarsins og næstu verkefni í haust og vetur.
    Almennt: Verið er að yfirfara alla teiknigrunna fyrir allar veiturnar. Næstu skref er að búa til gagnagrunn fyrir allar lagir.
    Vatnsveita: Engar stórar framkvæmdir hafa verið varðandi kaldavatnslagnir og eru ekki fyrirhugaðar.
    Hitaveita:
    Búið að bora tvær tilraunaholur til þess að kortleggja jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi betur eins og fram hefur komið. Dæla í holu 6 hefur verið endurnýjuð, hún verður gangsett á næstunni. Sandgildra á Kirkjubraut, verk hefur tafist.
    Dælustöð í Elliða: Unnið að hönnun og verkskipulagi og áætlað er að byrja aftur framkvæmdir á næstu vikum. 
    1. Uppgjör frá-, vatns- og hitaveitu fyrstu 8 mánuði. ÁH fór yfir 8 mánaða uppgjör m.v. áætlun 2014.
    2, Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015. 
    Stjórn felur veitustjóra að gera framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015 fyrir næsta fund.
  3. Önnur mál.
    Næsti fundur ákveðinn 14.10.2014 kl.17:00.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 18:35

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign.) og Magnús Dalberg (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?