Fara í efni

Umhverfisnefnd

14. febrúar 2017

274. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2017 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Stefán Bergmann.

Fulltrúi ungmennaráðs: Boðuð forföll.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson

Fundur settur kl. 16:05

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2017020058.
    Sjóvarnir.
    Pétur Ingi Sveinbjörnsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni ræðir sjóvarnir á Seltjarnarnesi.
    Björn Stefánsson mætti frá Umhverfisstofnun mætti á fundinn.
  2. Málsnúmer: 2017020059.
    Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
    Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri, kynnti verkefnið.
  3. Málsnúmer: 2017020027.
    Drög að 2. landsskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins.
    Lagt fram.
  4. Málsnúmer: 2017020060.
    Grótta.
    Umhverfisnefnd hefur áhuga á að kannaðar verði leiðir til að stýra umferð fólks í Snoppu og Gróttu. Kynnt var reynsla af starfsemi á Akranesi. Áhugi er á að kynna málið fyrir skipulagsnefnd.
  5. Önnur mál.
    Melabrautarframkvæmd: kynnt og rædd.
    Endurgerð dráttarbrautar í Gróttu kynnt.
    Sótt hefur verið um styrk til uppbyggingar herminja á Valhúsahæð.
  6. Fundi slitið:
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?