Fara í efni

Umhverfisnefnd

204. fundur 20. september 2007

204. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 20. september 2007

Mættir: Margrét Pálsdóttir (MP), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Steinunn Árnadóttir (SÁ), Haukur Kristjánsson (HK)

Fundur settur 17:15

Dagskrá:

  1. 1. Umsókn Golfklúbbs Ness um breytingar á golfvelli skv. uppdráttum  -

    a) Gerð er athugasemd við hóla sjárvarmegin við 8 braut sem setja á við Búðartjörn þar sem jarðvegur getur haft áhrif á lífríki tjarnarinnar. Óskum eftir nýrri tillögu þar sem fækka þyrfti hólum við braut 8 og fjær tjörninni.

    b)  Óskað er eftir nánari útlistun á plássþörf. Ekki er ljóst hvað átt er við með endurbótum á gömlu 3 braut. Umhverfisnefnd kallar eftir heildarteikningu af öllu svæðinu varðandi fyrirhugaðar breytingar á golfvelli. – frestað til næsta fundar þar sem Umhverfisnefnd telur sig þurfa ýtarlegri upplýsingar og hyggst bjóða fulltrúa GN á næsta fund.

  2. Uppsetning og framkvæmd vefmyndavélar í Gróttu – Umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu á vefmyndavél í Gróttu og leggur til að tæknideild afli nú þegar tilboða slíka vél ásamt uppsetningu hennar. Í framhaldinu verði svo vélin sett upp nú á haustmánuðum.

  3. Gróttuviti 60 ára. – Hugsanlegir afmælisviðburðir ræddir. Mögulegt samstarf við Menningarnefnd

  4. Göngustígar. -  rætt um tengingu Nesstofu við göngustígakerfi bæjarins.

  5. Grænt bókhald Seltjarnarnessbæjar. Ársuppgjör 2006 og staðan í dag lagt fram til kynningar.

  6. Staðardagskrá 21 - staðan í dag. Mat á eftirfylgni Staðardagskrá 21 lögð fram.

    Haukur og Steinunn fjölluðu um stöðuna sem er heilt yfir í ágætum farvegi. Steinumm tók nýlega við SD 21 verkefnum bæjarins.

  7. Erindi og önnur mál
    • Lagt fram bréf frá Bryndísi Loftsdóttur. Nefndin tekur heilshugar undir tillögur hennar og skorar á matvörubúðir og stórmarkaði að setja sér markmið um að lágmarka umbúðir líkt og slík fyrirtæki hafa gert á Bretlandi.

    • Erindi frá MSI – varaðandi akstur torfærubifhjóla í bæjarfélaginu. Formaður svarar bréfinu

    • Lagt fram til kynningar erindi svæðisáætlunar úrgangs á Suðurlandi.

    • Gott framtak 6. bekkjar D úr Grunnskóla Seltjarnarness að hjálp við hreinsun dagblaða sem visvítandi var dreift um götur bæjarins nýverið. Samþykkt að veita þessum bekk viðurkenningu.

    • Skiltagerð við Bygggarða rædd

 

Fundi slitið 19:40

 

Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Þór Sigurgeirsson (sign)

Margrét Pálsdóttir (sign)

Brynjúlfur Halldórsson (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?