Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. mars 2009

 

218. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness 30. mars kl 17:15.

 

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir; Helga Jónsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Ólafur Melsteð

Fundurinn var haldinn í nýrri og glæsilegri Þjónustumiðstöð Tækni og umhversissviðs á Austurstönd 1

Í upphafi fundar óskaði formaður þeim ÓM og SÁ til hamingju með aðstöðuna

  1. Aðal skipulagsmál
  2. Deiliskipulagsmál
    a) Staða deiliskipulagmála í vinnslu
       i. Lambastaðahverfi
       ii.Bakkahverfi
  3. Rannsókn á lífríki Bakkatjarnar (2007100048)
  4. Önnur mál
    a) Fuglatalning 2009
    b) Merking Bakkagarðs
    c) Undirbúningur hreinsunarviku
    d) Merkingar við Gróttu   

        

  1. ÓM gerði grein fyrir stöðu mála varðandi auglýsingu og stöðu mála varðandi fyrirhugaða lóð hjúkrunarheimilis
  2. ÓM kynnti samráðsfund bæjarfulltrúa, varabæjarfulltrúa, Umhverfisnefndar og Skipulags-og mannvirkjanefndar miðvikudaginn 1. apríl. Þar munu höfundar skipulaganna kynna sínar  hugmyndir. ÓM fór stuttlega yfir stöðu  deiliskipulagsvinnu Lambastaðahverfis og Bakkahverfis. Það mun vera nánar kynnt á samráðsfundinum.
  3. Rannsókn á lífríki Bakkatjarnar (2007100048) Skýrsla um málið unnin af Náttúrufræðistofu Kópavogs lögð fram. Hilmar Malmquist rannsóknarstjóri mun kynna niðurstöður rannsóknarinnar á næsta fundi Umhverfisnefndar sem verður opinn öllum áhugamönnum um málið. Nánar auglýst síðar. Skólar bæjarins, leikskólar og bókasöfn munu fá skýrsluna að gjöf.
  4. Önnur mál
    a) Fuglatalning 2009 – er framkvæmd annað hvert ár.  Samþykkt. ÓM og SÁ munu ræða við Jóhann Óla Hilmarsson um framhald málsins
    b) Merking Bakkagarðs – ÓM og SÁ munu klára málið.
    c) Undirbúningur hreinsunarviku 2009 – hugmyndir að útfærslu ræddar. Frestað til næsta fundar. Merkingar við Gróttu. ÓM og SÁ munu ganga í að samræma merkingar og skerpa á þeim á Snoppu-svæðinu.
    d) Rætt um bílaplan við Snoppu og aðgerðir til að koma í veg fyrir að húsbílafólk taki þar náttstað.
    e) Lausaganga hunda rædd og mögulegar aðgerðir.
    f) Rætt um matjurtagarða á vegum bæjarins. Verða ekki þetta árið vegna Hnúðsýkingar.
    g) SÁ og ÓM greindu frá SD 21 ráðstefnu sem þau sóttu nýlega.
    h) Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með malbikun og snyrtingu á „Ráðhúsreit“

Fundi slitið 18:35

Þór Sigurgeirsson (sign)               Brynjúlfur Halldórsson (sign)     Margrét Pálsdóttir (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)  Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?