Fara í efni

Umhverfisnefnd

130. fundur 09. desember 1999

Mættir: Jens P. Hjaltested, Hrefna Kristmannsdóttir, Ágúst Ragnarsson, Margrét Pálsdóttir, Steinunn Árnadóttir og Hrafn Jóhannsson.

1.       Staðardagskrá 21.

Formaður greindi frá stöðu verkefnisins.  Stefnt að almennum kynningarfundi á verkefninu í byrjun febrúar. 

 

2.       Verkefni ársins 2000.

Farið yfir fyrirsjáanleg verkefni ársins 2000.  Umsjón verkefna skipt niður á nefndarmenn.

 

Önnur mál:

 

3.       Lagðar fram tillögur Gróttunefndar um nýtingu og rekstur Fræðaseturs í Gróttu.

 

4.       Ákveðið að Margrét Pálsdóttir sæki fund Umhverfisráðuneytisins um náttúruvernd 28.-29. janúar.

 

5.       Landgræðsla við Sandskeið.

HJ falið að ræða við Kópavogsbæ auk þess að kanna með hvaða hætti tengja mætti væntanlega girðingu við nýja girðingu, er fyrirhuguð er umhverfis höfuðborgarsvæðið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30 / jph



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?