Fara í efni

Umhverfisnefnd

23. janúar 2012

236. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn 23. janúar 2012 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margrét Pálsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Helgi Þórðarson, Elín Helga Guðmundsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Jónas Friðgeirsson.

Forföll: Andri Sigfússon

Áheyrnarfulltrúi: Helga Sigurjónsdóttir.

Fundur settur kl. 17:08

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2010020084.
    Kynning á drögum að áfangaverkáætlun vegna vatnaáætlunar. Fulltrúar Seltjarnarness eru Stefán Eiríkur Stefánsson og Þorsteinn Narfason, heilbrigðisfulltrúi. Vinna við áætlunina stendur yfir til 2. Maí 2012. Senda má inn athugasemdir skriflega til Umhverfisstofnunar áður en kynningartímabili lýkur.
  2. Málsnúmer 2011120023.
    Upplýsinga- og fræðsluskilti fyrir Seltjarnarnes. MP leggur til að hafin verið vinna við heildstæða stefnumótun fyrir uppsetningu og gerð upplýsinga- og fræðsluskilta á Seltjarnarnesi. MP og SÁ undirbúa málið fyrir næsta fund nefndarinnar og fá ráðgjöf landslagsarkitekts.
  3. Málsnúmer 2012010045.
    Bréf til SSH vegna hunda og kattasamþykkta. MP sendi bréf til SSH með fyrirspurn um hugsanlegt samstarf varðandi samræmdar reglur um hunda- og kattahald á höfuðborgarsvæðinu. Bréfið var tekið fyrir á fundi SSH og fyrirspurnin er til skoðunar.
  4. Málsnúmer 2011090002.
    Merking bátavara. Lionsklúbbur Seltjarnarness hefur verið í samstarfi við nefndina um merkingar og tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf. Nefndin leggur til að samstarf verði um merkingar við bátavarir. Aflað verður upplýsinga um kostnað áður en frekari ákvarðanir verða teknar.
  5. Málsnúmer 2012010046.
    Búðatjörn. MP hefur sent fyrirspurn til Náttúrufræðistofu Kópavogs varðandi rannsókn á lífríki Búðatjarnar.
  6. Kynning Gámaþjónustunnar hf.
    Samningur við Íslenska gámafélagið rennur út 1. Júlí 2012. Nokkrir aðilar frá stjórnsýslu bæjarins m.a. MP og SÁ kynntu sér þjónustu Gámafélagsins nýlega og var sagt frá þeirri heimsókn.
    SÁ upplýsti að um áramótin voru ca 300 heimili (af liðlega 1600) með græna tunnu og hefur fjöldi þeirra staðið í stað milli ára.
    Nefndin styður þá stefnu að tekin verði upp flokkun sorps fyrir öll heimili og lögaðila í bæjarfélaginu og tekið verði mið af því við samningagerð um sorphirðu. Það fyrirkomulag ætti að verða bæði umhverfisvænna og hagkvæmara til lengri tíma litið.
  7. Málsnúmer 20120100047.
    SÁ kynnti uppfært mat á Staðardagskrá-21. Sjálfbært Seltjarnarnes.
  8. Niðurstaða hópvinnu frá ársfundi UST í Mosfellsbæ.
    MP sótti ársfundinn og sagði frá honum.
  9. Málsnúmer 2011100009.
    Ljóskastarahús í Suðurnesi þarfnast viðhalds. Ákveða þarf hvort fjarlægja eigi húsið, láta það eiga sig eða halda því við og gefa því hlutverk t.d. sem fuglaskoðunarhús. Aflað verði upplýsinga um kostnað við viðhald áður en ákvörðun er tekin.
  10. Málsnúmer 2011120028.
    Byrgi á Valhúsahæð þarfnast viðhalds. Nefndin telur ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu.
  11. Málsnúmer 2011010070.
    Friðlýsing Skerjafjarðar. MP boðar fulltrúa UST á næsta fund nefndarinnar til að fara vel yfir málið.
  12. Önnur mál.
    SÁ upplýsir efnishaugur við Snoppu mun verða notaður sem púkk undir framlengingu frárennslislagna.

    MP upplýsir að Rotaryklúbbur Seltjarnarness hefur ákveðið að endurbyggja gömlu bryggjuna við Gróttu í samstarfi við bæjarfélagið. Leyfi hefur fengist frá UST. Nefndin lýsir ánægju með framtakið.

    MP falið að kanna áhuga félagasamtaka á þátttöku í hreinsunarviku í vor.

Fundi slitið kl. 19:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?