Fara í efni

Umhverfisnefnd

08. janúar 2013

241. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 8. janúar 2013 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Mættir: Margét Pálsdóttir, Andri Sigfússon, Elín Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir og Steinunn Árnadóttir. Helgi Þórðarson boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúi: Brynjúlfur Halldórsson

Andri vék af fundi kl: 18.20

Fyrir var tekið:

  1. Fundur settur kl. 17:10
  2. Málsnúmer 2012010046.
    Fulltrúi frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kynnir nýútkomna skýrslu um Búðatjörn.
    Finnur Ingimarsson frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kynnti nýútkomna frumrannsókn á lífríki Búðatjarnar sem er komin á vef Seltjarnarnesbæjar.
  3. Málsnúmer 2013010027
    Íbúafundur um umhverfismál 17. janúar nk.
    Íbúafundinum hefur verið frestað um tvær til þrjá vikur. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir.
  4. Málsnúmer 201211003.
    Innkaupapokar.
    Innkaupapokarnir verða tilbúnir eftir nokkrar vikur og verður þá dreift inn á hvert heimili og stofnanir á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd leggur til að auglýsing um íbúafundinn mun fylgi innkaupapokanum.
  5. Málsnúmer 2012110055
    Efnislager innan marka Seltjarnarnesbæjar.
    Umhverfisnefnd bíður eftir svari frá Umhverfisstofnun hvort hægt sé að setja hluta efnisins í fjöruna. Nefndin leggur til að stigið verði varlega til jarðar í ljósi þess hversu mikið magn er um að ræða. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingar um málið áður en hún skilar áliti um málið
  6. Málsnúmer 2012110009, 2012110050
    Verkferlar varðandi hundaeftirlit og breyting á samþykkt um hundahald.
    Steinunn lagði fram gögn varðandi breytingar á samþykktum um hundahald. Nefndin samþykkir umræddar breytingar. Einnig var tekið fyrir og samþykktir verkferlar um hundaeftirlit.
  7. Málsnúmer 2012110050
    Breyting á samþykkt um hundahald á Seltjarnarnesi
    Umhverfisnefnd samþykkti framlagðar breytingar á samþykkt um hundahald.
  8. Önnur mál.
    a.  Ásgerður Halldórsdóttir kynnti verklýsingu á heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, sem send hefur verið til bæjarstjórnar til umsagnar. Umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við verkefnislýsingu. Málsnúmer 2012120038

    b.  Lögð var fyrir beiðni Landgræðslu ríkisins um fjárstyrk, umhverfisnefnd samþykkti kr. 100.000. Málsnúmer 2012110020

8. Fundi slitið. Kl. 19.25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?