Fara í efni

Umhverfisnefnd

10. maí 2016
265. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 10. maí 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Pálsdóttir, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein
Fulltrúar Ungmennaráðs: Bæði forfölluð vegna prófa.
Fundargerð ritaði: Hannes Tryggvi Hafstein
Fundur settur kl : 17.15
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2014110033-
    Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.
    Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun kynnti hugmyndir skipulagshönnuða á deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæða.
    Umhverfisnefnd mun skila umsögn um deiliskipulagið til skipulagsnefndar.
  2. Málsnúmer: 2015010008.
    Staðardagskrá 21.
    Steinunn Árnadóttir sagði frá samráðsfundi um staðardagskrá 21 með fulltrúum höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 13. apríl s.l.
  3. Málsnúmer: 2015080330.
    Hænsnahald á Seltjarnarnesi.
    Ráðherra Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur staðfest samþykkt um hænsnahald á Seltjarnarnesi.
  4. Málsnúmer: 2016050151
    Brunnur sunnan Nesstofu.
    Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur skoðaði brunnstæði sunnan Nesstofu ásamt fulltrúum umhverfisnefndar. Málið er í skoðun.
  5. Málsnúmer: 2016050152.
    Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs.
    MP sótti aðalfund GFF. Á fundinum var undirritaður samningur milli GFF og Hafnarfjarðarbæjar um vistvang í landi bæjarins í Krísuvík.
  6. Málsnúmer: 2016050153.
    Vöktun Gróttu.
    Umhverfisnefnd mælir með skjótum viðbrögðum varðandi merkingar um lokun Gróttu yfir varptímann og minnir á nauðsyn þess að vakta svæðið fyrir ágangi fólks og hunda. Nefndin skorar á bæjaryfirvöld að fá starfsmenn til að vakta Gróttu yfir varptímann.
  7. Önnur mál:
    Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum um förgun/geymslu efnis frá fótboltavelli áður en framkvæmdir hefjast.
    Umhverfisnefnd óskar einnig skýringa á losun moldarborinna efna í smábátahöfnina nýlega.
  8. Fundi slitið: Klukkan 19.45
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?