Fara í efni

Umhverfisnefnd

01. júní 2016

266. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 1. Júní 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Pálsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Stefán Bergmann.

Fulltrúar Ungmennaráðs: Forföll boðuð.

Fundargerð ritaði: Hannes Tryggvi Hafstein.

Fundur settur kl : 17.00

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2014110033-Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.
    Umhverfisnefnd hefur lokið við umsögn vegna deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði og verður hún send skipulags- og umferðarnefnd.
  2. Málsnúmer: 2016050151-Brunnur sunnan Nesstofu.
    Kynntar ábendingar fornleifafræðings. Málið verður skoðað nánar.
  3. Málsnúmer: 2016050153-Vöktun Gróttu – bannskilti.
    Umhverfisnefnd fagnar skjótum viðbrögðum bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins við hönnun, kaup og uppsetningar bannskilta við Gróttu vegna lokunar frá 1. maí - 15. júlí ár hvert.
    Umhverfisnefnd ítrekar fyrri beiðni sína til bæjarstjórnar um vöktun Gróttu yfir varptíma vegna stöðugs ágangs fólks út í eyjuna. Nefndin skoðar leiðir til eftirlits í Gróttu í samvinnu við Umhverfisstofnun.
  4. Málsnúmer: 2012110034-Ljóskastarahús.
    Formaður kynnti nefndinni stöðu mála.
  5. Málsnúmer: 2011060003-Garðaskoðun.
    Garðaskoðun fer fram eftir 24. júní n.k.

Önnur mál.
Nefndin óskar eftir upplýsingum um framkvæmdir við vitavarðarhús í Gróttu.

Fundi slitið: 18.47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?