Skipulagsmál
Skipulagsmálin heyra undir umhverfis- og tæknisvið. Skipulags- og mannvirkjanefnd fer með skipulagsmál í umboði bæjarstjórnar samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum frá 28. maí 1997. Nefndin mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og gerir tillögur til bæjarstjórnar í þeim málum.
Skjöl með þessari táknmynd er ekki aðgengilegt öllum notendum (til dæmis þeim sem nota skjálesara)
Deiliskipulag
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess.
Í deiliskipulag er gerð nánari grein fyrir m.a. notkun lands, lóðar, íbúðar-, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða og útivistarsvæða.
Mál í kynningu
Aðalskipulag
Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan bæjarfélagsins.
Svæðisskipulag.
Svæðisskipulag er skipulagsáætlun sem tekur yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Hlutverk svæðisskipulags er að samræma stefnu um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á svæðinu á minnst 12 ára tímabili. Bærinn er aðili að Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkti þann 13. febrúar Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Sjá nánar á vef SSH (http://ssh.is/hofudborgarsvaedid-2040)