Fara í efni

Skipulag í kynningu

Hér má finna upplýsingar um þau skipulagsmál sem eru í kynningu hverju sinni.

Engin skipulagsmál í kynningu í upphafi árs 2024

 

Yfirstaðnar kynningar ársins 2023:

Deiliskipulag - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 27. september 2023, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulag Valhúsahæðar í samræmi við. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan fjallar um breytingu á útivistarsvæði þar sem gert er ráð fyrir grenndarstöðvum fyrir sorpflokkun við Suðurströnd og Norðurströnd innan þess.

Valhúsahæð - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Tillagan er auglýst frá og með 26. október 2023 til og með 12. desember 2023 og verður til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2. Einnig má nálgast tillöguna á vef Seltjarnarnesbæjar og á Skipulagsgáttinni þar sem gera má athugasemdir. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má einnig skila skriflega til skipulagsfulltrúa á netfangið gunnlaugurj@seltjarnarnes.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarness fyrir lok vinnudags þann 12. desember 2023.

Seltjarnarnesi, 24. október 2023
Gunnlaugur Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar

Aðalskipulag - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - Gistiþjónusta

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 14. júní 2023 tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Tillagan felst í að ákvæðum um gistingu innan íbúðabyggðar er breytt þannig að almennt verður rekstrarleyfisskyld starfsemi óheimil en áfram verður heimilt að endurnýja áður útgefin leyfi, fyrir sama aðila, í sömu fasteign, fyrir sama umfang starfseminnar.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar vegna gistiþjónustu

Tillagan er auglýst frá og með 26. október 2023 til og með 12. desember 2023 og verður til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2. Einnig má nálgast tillöguna á vef Seltjarnarnesbæjar og á Skipulagsgáttinni þar sem gera má athugasemdir. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má einnig skila skriflega til skipulagsfulltrúa á netfangið gunnlaugurj@seltjarnarnes.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarness fyrir lok vinnudags þann 12. desember 2023.

Seltjarnarnesi, 24. október 2023
Gunnlaugur Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar

Grenndarkynning – Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða, breyting vegna Hofgarða 16

Á fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldinn var 13. apríl 2023 og staðfest á fundi bæjarstjórnar 26. apríl 2023, var samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Hofgarða 17, 18, 19, 20 og 21 og Melabrautar 40 og 42.

Hofgarðar 16 - Deiliskipulagsbreyting

Í tillögunni felst að bæta B-rýmum við nýtingarhlutfall sem hækkar þá úr 0,41 í 0,48. B-rými merkir lokað rými að ofan en opið á hliðum að hluta eða öllu leyti, t.d. rými undir svölum. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á gildandi deiliskipulagi, byggingarreitur og hámarks byggingarmagn A-rýma, 341m², er óbreytt. A-rými merkir lokað mannvirki eða lokað rými í opnu mannvirki.

Með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, og bókunar skipulags- og umferðarnefndar grenndarkynnir skipulagsfulltrúi hér með framangreinda deiliskipulagsbreytingu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér fram komnar breytingar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega á postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 14. júní nk. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Að liðnum þeim fresti tekur skipulags- og umferðarnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að koma.

Deiliskipulag Leikskóla Seltjarnarnesbæjar, tillaga að deiliskipulagi reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.

Á 138. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 13. apríl 2023 og á 964. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 26. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Leikskóla Seltjarnarnesbæjar, reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Deiliskipulagstillagan nær til reits S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, reiturinn liggur á horni Nesvegar og Suðurstrandar og afmarkast af þeim götum svo og Selbraut til suðurs. Á reitnum eru í dag þrjár lóðir sem nú verða sameinaðar í eina sem fær heitið Suðurströnd 1. Í tillögunni felst að heimilað verði að reisa á sameinaðri lóð nýtt tveggja hæða húsnæði leikskóla Seltjarnarness, allt að 2.200m², til viðbótar við þær byggingar sem þar eru fyrir, nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Leikskóli Seltjarnarness - Tillaga að deiliskipulagi

Greinargerð með tillögu að deiliskipulagi

Tillagan er auglýst frá og með 11. maí 2023 til og með 22. júní 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Einnig má nálgast tillöguna á vef Seltjarnarnesbæjar og á Skipulagsgáttinni. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 22. júní 2023.

Seltjarnarnesi, 9. maí 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar

Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.

Á 136. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 9. febrúar 2023 og á 960. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 22. febrúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels vegna Skólabrautar 1. Í deiliskipulagstillögunni er lóðin stækkuð til austurs og byggingarreitur skilgreindur fyrir færanlegar einnar hæðar kennslustofur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Skólabraut 1 - Breyting á deiliskipulagi

Tillagan er auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 26. apríl 2023.


Seltjarnarnesi, 13. mars 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar

Grenndarkynning - Kolbeinsstaðamýri - Breyting á deiliskipulagi vegna Suðurmýri 60

Á 135. fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldin var 12. janúar 2023 og staðfest á fundi bæjarstjórnar 25. janúar, ákvað nefndin að grenndarkynna breytingar á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar, breyting vegna Suðurmýrar 60, fyrir íbúum Suðurmýrar 52, 54, 56 og 58.

 Suðurmýri 60 - breyting á deiliskipulagi

Í gildi er deiliskipulag frá 2014 sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að fjarlægja byggingu á lóð og byggja 2ja hæða nýbyggingu. Þar segir að í húsinu skuli vera ein íbúð. Með tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að nýta núverandi hús eins og kostur er og byggja við það 2ja hæða viðbyggingu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirhugað er að í húsinu geti verið 2 íbúðir og á lóðinni verði 3 bílastæði.

Nýtingarhlutfall er áætlað 0,68, sem er í samræmi við nýtingarhlutfall sem heimilað er í Suðurmýri.

Með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, og bókunar skipulags- og umferðarnefndar grenndarkynnir skipulagsfulltrúi hér með framangreinda deiliskipulagsbreytingu.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - Gistiþjónusta

Gistiþjónusta á íbúðarsvæðum

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum 9. nóvember 2022 að kynna á vinnslustigi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 þar sem sett eru ákvæði um gistiþjónustu á íbúðarsvæðum. Þar koma fram skilyrði sem rekstrarleyfisskyld gistiþjónusta í minni gistiheimilum og íbúðum þarf að uppfylla. Engin breyting er gerð á skipulagsuppdráttum.

Lýsing á tillögu

Tillaga um Aðalskipulagsbreytingu vegna gistiþjónustu er aðgengileg á vef Seltjarnarnesbæjar frá 26. janúar 2023 og liggur einnig frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar. Óskað er eftir ábendingum um efni tillögunnar og að þær komi fram í síðasta lagi 23. febrúar 2023 . Ábendingar skal senda í tölvupósti á postur@seltjarnarnes.is eða í bréfpósti til skipulagsfulltrúa Seltjarnarness Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi.

Þeim sem vilja ræða efni tillögunnar eða leita frekari skýringa er bent á viðtalstíma skipulagsfulltrúa milli kl. 11 og 12, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á kynningartíma.

Kynning þessi er í samræmi við grein 4.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar

Síðast uppfært 01. febrúar 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?