Hér má finna upplýsingar um þau skipulagsmál sem eru í kynningu hverju sinni.
Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.
Á 136. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 9. febrúar 2023 og á 960. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 22. febrúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels vegna Skólabrautar 1. Í deiliskipulagstillögunni er lóðin stækkuð til austurs og byggingarreitur skilgreindur fyrir færanlegar einnar hæðar kennslustofur. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skólabraut 1 - Breyting á deiliskipulagi
Tillagan er auglýst frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023 og verður til sýnis á skrifstofu Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 1. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 26. apríl 2023.
Seltjarnarnesi, 13. mars 2023
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar
Yfirstaðnar kynningar ársins:
Grenndarkynning - Kolbeinsstaðamýri - Breyting á deiliskipulagi vegna Suðurmýri 60
Á 135. fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldin var 12. janúar 2023 og staðfest á fundi bæjarstjórnar 25. janúar, ákvað nefndin að grenndarkynna breytingar á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar, breyting vegna Suðurmýrar 60, fyrir íbúum Suðurmýrar 52, 54, 56 og 58.
Suðurmýri 60 - breyting á deiliskipulagi
Í gildi er deiliskipulag frá 2014 sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að fjarlægja byggingu á lóð og byggja 2ja hæða nýbyggingu. Þar segir að í húsinu skuli vera ein íbúð. Með tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að nýta núverandi hús eins og kostur er og byggja við það 2ja hæða viðbyggingu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirhugað er að í húsinu geti verið 2 íbúðir og á lóðinni verði 3 bílastæði.
Nýtingarhlutfall er áætlað 0,68, sem er í samræmi við nýtingarhlutfall sem heimilað er í Suðurmýri.
Með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, og bókunar skipulags- og umferðarnefndar grenndarkynnir skipulagsfulltrúi hér með framangreinda deiliskipulagsbreytingu.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - Gistiþjónusta
Gistiþjónusta á íbúðarsvæðum
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum 9. nóvember 2022 að kynna á vinnslustigi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 þar sem sett eru ákvæði um gistiþjónustu á íbúðarsvæðum. Þar koma fram skilyrði sem rekstrarleyfisskyld gistiþjónusta í minni gistiheimilum og íbúðum þarf að uppfylla. Engin breyting er gerð á skipulagsuppdráttum.
Tillaga um Aðalskipulagsbreytingu vegna gistiþjónustu er aðgengileg á vef Seltjarnarnesbæjar frá 26. janúar 2023 og liggur einnig frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar. Óskað er eftir ábendingum um efni tillögunnar og að þær komi fram í síðasta lagi 23. febrúar 2023 . Ábendingar skal senda í tölvupósti á postur@seltjarnarnes.is eða í bréfpósti til skipulagsfulltrúa Seltjarnarness Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi.
Þeim sem vilja ræða efni tillögunnar eða leita frekari skýringa er bent á viðtalstíma skipulagsfulltrúa milli kl. 11 og 12, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á kynningartíma.
Kynning þessi er í samræmi við grein 4.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar