Fara í efni

Tíðni sorphirðu við heimili á Seltjarnarnesi eykst

Hirðutíðni fyrir pappír/pappa og plastumbúðir verður nú á 21 dags fresti en ekki á 28 daga fresti eins og áður var. Hirðutíðni fyrir matarleifar og blandaðan úrgang verður áfram á 14 daga fresti.

Hér má sjá uppfært sorphirðudagatal fyrir árið 2024 en skipulag sorphirðu verður áfram skipt í svæði 1 og 2.

Nú hefur tíðni sorphirðu Terra við heimili á Seltjarnarnesi verið breytt þannig að hirðutíðni fyrir pappír/pappa og plastumbúðir verður á 21 dags fresti en ekki á 28 daga fresti eins og áður var. Hirðutíðni fyrir matarleifar og blandaðan úrgang verður áfram á 14 daga fresti. 

Hverfaskipting fyrir losun á pappír og plasti:

Svæði 1 = Gulir dagar
Eiðistorg, Austurströnd, Víkurströnd, Fornaströnd, Látraströnd, Barðaströnd, Vesturströnd, Bollagarðar, Hofgarðar, Sævargarðar, Sefgarðar, Nesbali, Neströð, Lindarbraut, Unnarbraut, Miðbraut.

Svæði 2 = Rauðir dagar
Nesvegur, Grænamýri, Suðurmýri, Tjarnarmýri, Eiðismýri, Kolbeinsmýri, Tjarnarstígur, Tjarnarból, Lambastaðabraut, Hamarsgata, Skerjabraut, Sæbraut, Sólbraut, Selbraut, Kirkjubraut, Skólabraut, Steinavör, Hrólfsskálavör, Bakkavör, Valhúsabraut, Melabraut, Vallarbraut, Íþróttahús, Heilsugæsla.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?