Fara í efni

Sorphirða á Seltjarnarnesi

Stefna Seltjarnarnesbæjar er sú að sorphirða frá íbúum sé með þeim hætti sem best getur talist á höfuðborgarsvæðinu. 

Sorphirða á Seltjarnarnesi er í höndum Terra og sorpeyðing hjá Sorpu bs. 

Nýtt flokkunarkerfi 2023

Í júní árið 2021 var samþykkt á Alþingi lagabreyting á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tók gildi 1. janúar 2023. Henni fylgja breytingar á flokkun sorps hér á Seltjarnarnesi sem og annars staðar. 

Nánar um nýtt flokkunarkerfi 2023.

Losun sorps

Losun sorps eftir götum og losun gatna er á eftirfarandi dögum* þær vikur sem losun er. Sjá nánar á sorphirðudagatali.

Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Eiðismýri Skólabraut Vallarbraut Vesturströnd
Grænamýri Kirkjubraut Hæðarbraut Barðarströnd
Kolbeinsmýri Suðurströnd Lindarbraut Látrarströnd
Suðurmýri Bakkavör Nesbali Fornaströnd
Nesvegur Hrólfsskálavör Hofgarðar Víkurströnd
Tjarnarból Valhúsabraut Bollagarðar Austurströnd
Tjarnarstígur Melabraut Sævargarðar Eiðistorg
Lambastaðabraut Miðbraut Sefgarðar  
Skerjabraut Unnarbraut Bygggarðar  
Hamarsgata      
Sæbraut      
Selbraut      
Sólbraut      
Nesvegur, blokkir      
Hrólfskálamelur      

 Hrólfskálamelur: Losun á 3ja vikna fresti:
*Breytingar er áskildar. Götur geta færst til á milli daga eftir því hvernig gengur og hvenær bíll fyllist

Sorphirðudagatal 2023

Á sorphirðudagatali ársins 2023 má sjá í hvaða vikum sorpið er losað. Hvaða vikudag fer svo eftir losun gatna í þeirri viku sem sorpið er losað.

Flokkun og umgengni um sorp

Ítarlegar upplýsingar um flokkun sorps má finna á sorpa.is og terra.is en hér eru þær helstu:

Sjá myndband Sorpu um plastflokkun

 • Í pappírstunnurnar má setja allan pappírs og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír, pizzukassa og bylgjupappa.
 • Mikilvægt er að skola fernur og sjá til þess að ekki séu matarleifar á pappanum.
 • Pappírstunnan er innifalin í sorphirðugjaldi sem innheimt er með fasteignargjöldum.
 • Allt plast er sett saman í lokaða plastpoka að eigin vali og pokanum hent beint í sorptunnuna (orkutunna).
 • Í Sorpu eru plastpokarnir flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og plastinu komið í endurvinnslu.
 • Mikilvægt er að gengið sé frá öllu sorpi í lokaða poka.
 • Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorptunnuna en eiga að fara í endurvinnslustöð.
 • Æskilegast er að staðsetja sorpílát í innbyggðum sorpgeymslum, en að öðrum kosti að festa þau tryggilega, þó þannig að auðvelt sé fyrir sorphirðumenn að nálgast þau.
 • Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar.

Aukatunnur / ný tunna eða lok

 • Hægt er að sækja um aukatunnur ef þörf krefur og er greitt fyrir þær samkvæmt gjaldskrá.
 • Einnig er hægt að óska eftir nýrri tunnu eða loki ef núverandi tunna er skemmd.
 • Hafa má samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100 eða senda póst á netfangið postur@seltjarnarnes.is 

Endurvinnsla

Endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum er opin alla daga frá kl. 12:30 - 18:30.

 • Skilagjaldsskyldum umbúðum skal skila á endurvinnslustöðvar SORPU.
 • Tekið er við skilagjaldsskyldum umbúðum á eftirtöldum endurvinnslustöðvum:
  • Ánanaust – Reykjavík,
  • Jafnasel – Reykjavík,
  • Blíðubakki- Mosfellsbær,
  • Breiðhellu í Hafnarfirði
  • Áhaldahúsið- Kjalarnesi (eingöngu móttaka skilagjaldskyldra umbúða)
 • Góð ráð varðandi flokkun má finna á www.flokkum.is 

Flokka má plast á 4 einfalda vegu:

Síðast uppfært 26. júní 2023
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?