Sundlaug Seltjarnarness
Afgreiðsla: Sími: 561 1551
Athugið að Sundlaug Seltjarnarness fylgir gildandi reglum sóttvarnayfirvalda er varðar samkomutakmarkanir.
Laugardaga og sunnudaga kl. 8:00-19:30
Staðsetning: Íþróttamiðstöð Seltjarnarness við Suðurströnd.
Framkvæmdastjóri: Haukur Geirmundsson
Sími: 561 1700
Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd.
Í boði er 25 metra sundlaug sem er 29° heit – rúmgóð barnalaug sem er 35° heit – vaðlaug sem er 37° heit og fjórir pottar með hitastigi frá 37° upp í 44°. Þar fyrir utan er eimbað og stór rennibraut ásamt leiktækjum.
Sérstaða sundlaugarinnar er hið steinefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu hitaveitu Seltjarnarness. Það er mjög steinefnaríkt og fer vel í viðkvæma húð og exem.
Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem fólk kemur til þess að synda, slaka á í mjúku vatninu eða leysa heimsvandamálin í heitu pottunum
Eimbað
Eimbaðið er á útisvæði sundlaugarinnar og geta allir sem fara í sund nýtt sér þessa frábæru aðstöðu án þess að greiða sérstaklega fyrir hana.