Fara í efni

Stefna skólans

Í Mýrarhúsaskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. 

Stefnt er að því að nemendur njóti og hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu.

Áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi. Skólinn nýtir upplýsingatækni í námi og kennslu þar sem það hentar, leggur áherslu á heilbrigðan metnað, alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðan aga og virka þátttöku alls skólasamfélagsins. Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á stöðuga símenntun starfsfólks, að starfsumhverfi sé í stöðugri endurskoðun, endurmati og þróun.

Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn starfar eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er hér fyrir ofan og á vefsíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.

Uppbyggingarstefnan
Í skólanum er unnið í anda Uppbyggingar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum. Reglur skólans taka mið af Uppeldi til ábygðar svo og lögum um grunnskóla. Skólareglur er að finna í starfsáætlun skólans.

Síðast uppfært 28. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?