Börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld. Foreldrar bera ábyrgð á því að börn á skólaskyldualdri innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.
Nemendur eiga rétt á því að skólinn sé góður vinnustaður þar sem þeir dvelja við öruggt og hvetjandi námsumhverfi undir leiðsögn kennara.
Skólaskylt barn og ungmenni er skyldugt að sækja skólann. Ef misbrestur verður á skólasókn berforeldrum/forráðamönnum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hefur Mýrarhúsaskóli sett sér viðmið og reglur til að vinna eftir.
Liður í því að ná sem bestum árangri er að umsjónarkennarar allra bekkja sendi foreldrum/forráðamönnum vikulega upplýsingar um skólasókn nemenda sinna.
Viðmið um skólasókn og verklagsreglur um viðbrögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemenda