Fara í efni

Skólastarfið

Skólastarf Mýrarhúsaskóla er fjölbreytt og byggir á faglegum áætlunum, stefnum og skipulagi.

Skólanámskrá

Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla er útfærsla skólans á aðalnámskrá grunnskóla. Lögum samkvæmt skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Í skólanámskránni er að finna upplýsingar um stefnu skólans, starfshætti, námsmat, útfærslu á grunnþáttum menntunar og þær áætlanir sem grunnskólum ber að standa skil á.

Starfsáætlun

Samkvæmt lögum um grunnskóla skal hver grunnskóli gefa út starfsáætlun. Starfsáætlun breytist árlega og er í henni gert grein fyrir starfstíma skólans. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Mikilvægt er fyrir alla í skólasamfélaginu að kynna sér starfsáætlun Mýrarhúsaskóla vel fyrir hvert skólaár.

Stefna skólans

Í Mýrarhúsaskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti og hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu.

Áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi. Skólinn nýtir upplýsingatækni í námi og kennslu þar sem það hentar, leggur áherslu á heilbrigðan metnað, alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðan aga og virka þátttöku alls skólasamfélagsins. Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á stöðuga símenntun starfsfólks, að starfsumhverfi sé í stöðugri endurskoðun, endurmati og þróun

Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn starfar eftir skólastefnu Seltjarnarness sem birt er hér fyrir ofan og á vefsíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.

Uppbyggingarstefnan

Í skólanum er unnið í anda Uppbyggingar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum.

Reglur skólans taka mið af Uppeldi til ábygðar svo og lögum um grunnskóla. Skólareglur er að finna í starfsáætlun skólans.

Áætlanir

Ýmsar áætlanir og verklag eru til staðar í Mýrarhúsaskóla til að bregðast við mismunandi aðstæðum með það að leiðarljósi að bæta vinnuumhverfið, fækka slysum og draga úr veikindadögum.

Mat á skólastarf

Mat á skólastarfi byggir á reglugerð um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald.

Um ytra mat segir:

  • Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í skólum er samkvæmt 17. grein laga um leikskóla nr. 90/2008, 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 40. grein laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 fyrst og fremst að veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda. Einnig að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leik, grunn- og framhaldsskóla. Ytra mat á að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum og tryggja að réttindi barna/nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þau/þeir eiga rétt á samkvæmt lögum

  • Með ytra mati er unnið að öllum þessum markmiðum og lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, styðja skóla, stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.

  • Ytra mat felur í sér hvoru tveggja eftirlit með og stuðning við skólastarf. Meginstef ytra mats er að það sé leiðbeinandi, framfara- og umbótamiðað og stuðli að betra skólastarfi. Leiðarljósið er ávallt nemandinn, réttur hans og þarfir.

Innra mat:

Í innra mati er hugað að þáttum eins og skólastjórnun, faglegri þróun starfsfólks, nýtingu bjarga, skipulagningu kennslu, virkri þátttöku nemenda og starfsfólks í starfi skólans, gæðaþróun o.s.frv. Sjálfsmatsáætlun Mýrarhúsaskóla er sett upp út frá fyrrnefndum viðmiðum. Hugmyndin er að styðjast fyrst og fremst við formlegt mat, þar sem traustra upplýsinga er aflað á kerfisbundinn hátt til að meta gildi og gæði þjónustunnar með það í huga að það nýtist þeim sem starfa í skólanum og leiði til þess að þjónustan verði efld og styrkt. Skólinn nýtir m.a. kannanir sem gerðar eru af utanaðkomandi aðilum til að greina stöðu og þarfir innan skólans og er það mikilvæg viðbót við innra matið. Niðurstöður innra mats liggja til grundvallar umbótaáætlun skólans.

Sjálfsmatsáætlun Mýrarhúsaskóla er gerð til þriggja ára í senn. Skólinn leggur áherslu á nemandann og þarfir hans. Með hliðsjón af því verður lagt mat á eftirfarandi þætti:

  1. Hvort skólinn hafi skýra sýn og styrka stjórn?
  2. Hvort kennsluhættir og mat mæti ólíkum þörfum nemenda og bæti árangur þeirra?
  3. Hvort nemendum líði vel í skólanum og hvort þeir hafi áhuga á náminu?
  4. Hvort það sé góður starfsandi í skólanum að mati starfsmanna og áhugi á skólaþróun?
  5. Hvort foreldrar séu ánægðir með samstarfið á milli heimila og skóla?

Út frá niðurstöðum hvers árs er gerð umbótaáætlun. Eftirfarandi þættir þurfa að koma fram í umbótaáætlun fyrir hvern matsþátt:

  • Umbótaþáttur.
  • Markmið með umbótum.
  • Aðgerðir til umbóta.
  • Tímaáætlun.
  • Ábyrgðaraðili/ar.
  • Endurmat, hvenær og hvernig.
  • Viðmið.

Matið lagar ekkert eitt og sér heldur það sem gert er í kjölfarið því er lögð áhersla á að gera matið skýrt og aðgengilegt og birta sjálfsmatsáætlun, umbótaáætlun svo og allar niðurstöður á vefsíðu skólans.

Skólareglur

Í Mýrarhúsaskóla er unnið í anda Uppbyggingar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum.

Skólareglur Mýrarhúsaskóla taka mið af Uppeldi til ábygðar svo og lögum um grunnskóla.

Viðmið um skólasókn

Börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld. Foreldrar bera ábyrgð á því að börn á skólaskyldualdri innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám. Nemendur eiga rétt á því að skólinn sé góður vinnustaður þar sem þeir dvelja við öruggt og hvetjandi
námsumhverfi undir leiðsögn kennara.

Skólaskylt barn og ungmenni er skyldugt að sækja skólann. Ef misbrestur verður á skólasókn berforeldrum/forráðamönnum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hefur Mýrarhúsaskóli sett sér viðmið og reglur til að vinna eftir.

Liður í því að ná sem bestum árangri er að umsjónarkennarar allra bekkja sendi foreldrum/forráðamönnum vikulega upplýsingar um skólasókn nemenda sinna.

Viðmið um skólasókn og verklagsreglur um viðbrögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemenda

Samsöngur

Vikulegur samsöngur á sal er nýjung í skólastarfi Mýrarhúsaskóla. Nanna Hlíf Ingvadóttir deildarstjóri hefur umsjón með samsöng.

  • Nemendur í 4. til 6. bekk eru í samsöng á sal á fimmtudögum kl. 8:10 - 8:50.
  • Nemendur í 1. til 3. bekk eru í samsögn á sal á föstudögum kl. 8:10 - 8:50. Foreldrar eru velkomnir.

 

 

 

Síðast uppfært 24. nóvember 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?