Fara í efni

Stoðþjónusta

Í Mýrarhúsaskóla er unnið í þverfaglegum teymum með aðkomu þeirra fagaðila sem koma að nemandanum, til að tryggja að hann njóti þeirrar þjónustu sem hann þarfnast.

Stoðþjónusta starfar í samræmi við lög um grunnskóla, reglugerð um nemendur með sérþarfir og reglugerð um sérfræðiþjónustu í skólum. Skólinn er fyrir öll börn sem búa á Seltjarnarnesi og eru á skólaskyldualdri og komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi.

Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga í erfiðleikum skv. skilgreiningu reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 585/2010.

Lög um farsæld barna eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.

Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í heilsugæslu, skóla eða félagsþjónustu. Þar geta þau fengið aðstoð við að sækja viðeigandi þjónustu, án hindrana, á öllum þjónustu­stigum.

Í Mýrarhúsaskóla eru tengiliðir farsældar:

  • Laufey Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Kristín Klara Birgisdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu

Ýtarlegri umfjöllun um stoðþjónustu Mýrarhúsaskóla er að finna í starfsáætlun skólans.

Síðast uppfært 27. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?