Fara í efni

Skólasamfélagið

Gott samstarf foreldra, nemenda, starfsfólks og stjórnenda er grunnurinn að góðu skólasamfélagi.  

Foreldrafélag

Meginmarkmið foreldrasamstarfsins í skólanum er að efla samstarf heimila og skóla þannig að sem flestir foreldrar séu virkir í mótun skólasamfélagsins og hafi jákvæð viðhorf til skólans og til samstarfs foreldra. Öflugt samstarf heimila og skóla leiðir af sér öflugra skólastarf, bætta líðan nemenda og betri námsárangur.Við hvetjum alla foreldra til að taka virkan þátt í skólastarfinu og fylgjast vel með starfi foreldrafélags á Facebook síðu þess.

Formaður foreldrafélagsins er Elfa Antonsdóttir

Nemendráð

Við grunnskóla skal starfa nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum allra nemenda skólans. Í Mýrarhúsaskóla starfar nemendaráð sem skipað er nemendum úr 5. og 6. bekk. Allir 5. og 6. bekkir eiga tvo fulltrúa í nemendaráði. Allir nemendur sem hafa áhuga á að sitja í ráðinu gefst tækifæri á að gefa kost á sér og svo er dregið/kastað upp á hverjir sitja fyrir hönd hvers bekkjar í nemendaráði

Fulltrúar í nemendaráði skulu vera öðrum nemendum til fyrirmyndar, fylgja skólareglum og sýna viðeigandi hegðun.

Skólanefnd

Skólanefnd fer með málefni grunnskóla, sbr. lög um grunnskóla. Skólanefnd Seltjarnarnesbæjar er skipuð fimm aðalmönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og bæjarstjórnar.

Skólaráð

Samkvæmt reglugerð 1157/2008 skal starfa skólaráð við alla grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.

Sjá starfsáætlun skólaráðs fyrir skólaárið 2025 - 2026

Fundargerðir skólaráðs

Fundur skólaráðs 27. nóvember 2025

Fundur skólaráðs 29. október 2025

Síðast uppfært 03. desember 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?