Mýrarhúsaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og er staðsettur við Nesveg á Seltjarnarnesi.
Mýrarhúsaskóli var stofnaður 1875 og er einn elsti starfandi grunnskóli landsins. Í upphafi skólaárs 2025 voru 353 nemendur skráðir í Mýrarhúsaskóla.
Kennsla hefst kl. 8:10, skólahúsið opnar kl. 7:45.
Skrifstofa skólans er staðsett á 2. hæð og er opin frá kl. 8:00 – 14:00 alla virka daga. Símanúmer skólans er 5959200
Boðið er upp á heilsdagsskóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.
Skjólið er fyrir nemendur í 1. - 2. bekk og Frístund fyrir 3. - og 4. bekk.
Einkunnarorð Mýrarhúsaskóla eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið.
