Fara í efni

Skjól og Frístund

Skjól og Frístund er dagvist fyrir yngstu nemendurna eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Skjólið er fyrir nemendur í 1.-2. bekk og Frístundin fyrir nemendur í 3.-4. bekk.

Forstöðumaður: Hólmfríður Petersen

Hlutverk Skjóls og Frístundar er að mæta þörfum fjölskyldna á Seltjarnarnesi með því að skapa yngstu nemendum Grunnskóla Seltjarnarness öruggan og notalegan samastað til að leika sér í frjálsum leik. Samvinna er við Íþróttafélagið Gróttu, Tónlistarskóla Seltjarnarness og aðrar stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn.

Starfsemin byggir á eftirfarandi markmiðum:

 • Að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi.
 • Að börnin geti notið sín í leik og starfi bæði inni og úti.
 • Að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í tómstundum sínum.
 • Að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi og tillitssemi.
 • Að börnin læri að ganga vel um þá hluti sem þau hafa aðgang að.

Í Skjóli og Frístund gilda sömu umgengnisreglur og í grunnskólanum. Lögð er áhersla á að vinnufriður ríki þannig að hver og einn fái notið næðis við leik og störf. Starfsfólk leggur áherslu á góð samskipti við heimilin og eru foreldrar ávallt velkomnir í heimsókn. Ef upp koma vandamál er varða líðan barnanna eða framkomu er haft samband við foreldra.

Opnunar- og dvalartími

 • Skjól og Frístund eru opin alla virka daga frá kl. 13:20 - 16:30
 • Þjónustan er í boði frá fyrsta degi nýs skólaárs og lýkur daginn fyrir skólaslit að vori
 • Opið er á skipulagsdögum kennara og foreldradögum.
 • Í jóla- og páskafríum barnanna er opið kl. 8:00 - 16:30 ef lágmarksskráning næst.
 • Foreldrar þurfa að skrá börn sín sérstaklega fyrrgreinda daga.
 • Greiða þarf aukalega fyrir þann tíma sem barnið er umfram það sem dvalarsamningur segir til um.
 • Skjól og Frístund einn starfsdag á haustönn og annan á vorönn.
 • Lokað er á aðfangadag, gamlársdag og í vetrarfríi skólans.

Innritun

 • Sækja þarf um Skjól og Frístund á mínar síður að vori til fyrir hvert nýtt skólaár.
 • Dvalarsamningur gildir fyrir eina önn í senn.
 • Gera má breytingar á dvalartíma fyrir 20. dag hvers mánaðar á mínar síður og tekur breytingin gildi frá næstu mánaðarmótum.  
 • Greitt er samkvæmt gjaldskrá bæjarins.
 • Segja þarf dvalarsamningi upp með mánaðar fyrirvara.
 • Mikilvægt er að reglur um innritun og dvalarsamninga séu virtar.

Síðdegishressing

Gjaldskrá

 • Gjöld fyrir dvöl í Skjóli og Frístund fylgja gjaldskrá Seltjarnarnesbæjar og eru auglýst á heimasíðu bæjarins.
 • Fullt dvalargjald er greitt fyrir þann tíma sem barnið er skráð í Skjól eða frístun þó að barnið nýti ekki skráðan tíma vegna veikinda eða fría.
 • Gjöldin eru innheimt með gíróseðli, í banka eða með greiðslu VISA og Euro.
 • Greiða skal fyrir 15. hvers mánaðar.
 • Dvalartími barns og hjúskaparstaða foreldra ákvarðar heildargjaldið.
 • Veittur er systkinaafsláttur samanber gjaldskrá bæjarins.
 • Börn einstæðra foreldra og námsmanna greiða lægra gjald.
 • Einu sinni á ári ber einstæðum foreldrum að framvísa vottorði um hjúskaparstöðu.
 • Námsmenn skulu framvísa staðfestingu um skólavist fyrir hverja önn.
 • Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmdar fyrsta dag næsta mánaðar eftir að staðfestingu/vottorði er skilað.

Frídagar / veikindi

 • Ávallt þarf að tilkynna veikindi og frídaga sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skjolid@seltjarnarnes.is fyrir kl. 12.00 eða hringja í síma 696 1535 eftir kl. 13.00.
 • Áríðandi er að foreldrar virði dvalartíma barna sinna, það stuðlar að betra skipulagi á uppeldisstarfi og vinnutíma starfsfólks.

Ef barn skilar sér ekki

 • Skili barn sér ekki á tilsettum tíma í Skjól og Frístund hringja starfsmenn í forráðamenn og kanna ástæðuna.
 • Sé heimferðartími með öðrum hætti eða annar en vanalega þarf að upplýsa starfsfólk um slíkt.
Síðast uppfært 18. janúar 2023
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?