Fara í efni

Félagsmiðstöðin Selið

Selið er félagsmiðstöð fyrir ungmenni á Seltjarnarnesi frá 10-16 ára þar sem flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið samvista við jafnaldra í öruggu umhverfi. 

Forstöðukona: Jóna Rán Pétursdóttir

Starfsemi Selsins byggir á fjölbreyttu tómstunda- og hópastarfi. Skipulögð dagskrá hefst í byrjun september og lýkur í lok maí. Skipulagning og framkvæmd félagslífs og tómstundastarfs nemenda er að miklu leyti í höndum unglinganna sjálfra í samvinnu við sérhæfða starfsmenn. Gott samstarf er á milli Selsins og Grunnskóla Seltjarnarness, bæði í Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla.

Dagstarf frá 15:00 - 19:00
Í opna dagstarfinu er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í samvinnu við unglinga. Félagsmiðstöðin býður upp á biljarð, borðtennis, pílukast, leikjatölvu og ýmis önnur spil, auk þess sem hægt er að vinna heimalærdóminn, horfa á fræðsluefni, lesa, æfa fyrir sýningar og uppákomur, eða bara spjalla saman og slappa af.

Kvöldstarf hefst kl. 19:30
Í kvöldstarfinu er ávallt eitthvað skemmtilegt um að vera, dagskráin er fjölbreytt og miðuð að áhugasviði unglinganna. Fastir liðir hafa m.a. verið: leikjamót, fræðslu- og kynningakvöld, plötusnúðaæfingar, karaokekeppni, bakstur, kvikmyndakvöld, sundlaugarpartý, spurningakeppnir, heimsóknir í aðrar félagsmiðstöðvar, böll og margt fleira.

Aðrar uppákomur eru t.d. haustferð Selsins, viðburðir Samfés, starfsemi nemendaráðs, tenging við Skelina ungmennahús og margt fleira.

Síðast uppfært 25. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?