Fara í efni

Götulýsing

Í Kortasjá Seltjarnarnesbæjar er haldið utan um upplýsingar um staðsetningu stólpa, legu strengja og tengingar við dreifistöðvar.

Orka náttúrunnar / ON sér um viðhald og rekstur götulýsingar á höfuðborgarsvæðinu og þar með talið á Seltjarnarnesi, en eigendur götuljósakerfisins eru sveitarfélögin, Vegagerðin og einkaaðilar.

Einnig er haldið utan um peruskipti, bilanir og framkvæmd viðhalds. Lýsing á götum, gangstígum, bílastæðum og lóðum er meðal þeirra gæða sem við göngum út frá í okkar daglega lífi og vaka íbúar gjarnan yfir gæðum lýsingar.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að götuljós loga ekki og oftast er það vegna þess að pera er farin, en einnig geta önnur tæknileg atriði verið að trufla eins og bilun í streng eða í spennistöð.

Hægt að koma ábendingum um dauðar perur o.s.frv. með tvennum hætti:

  1. Senda ábendingu á netfangið on@on.is (ágætt að þar komi staðsetning á stólpa, t.d. heimilisfang og útskýring á því hvað er í ólagi t.d. dauð pera eða hallandi stólpi o.s.frv.).
  2. Senda inn ábendingu í gegnum vefsíðu ON on.is

Ef málið er mjög aðkallandi t.d. hættulegir staurar eða tjón þá skal hafa samband við Bilanavakt 516 6200 - Opið allan sólarhringinn

Ef upp koma mál sem eru flóknari í úrlausn þá má hafa samband við Jón Sigurðsson, netfang: jons@on.is eða í síma: 591 2722 / 617 2722.

Síðast uppfært 29. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?