Fara í efni

Samgöngur

Strætó

Leið 11 ekur um Seltjarnarnesið - tímatafla og nánari upplýsingar

Göngu og hjólastígur

Frá mörkum Reykjavíkur að Gróttu eru um 2,4 km. Mesta breidd Nessins er um 1 km en mjóst er það um 500 metrar. Fólk á öllum aldri gengur sér til heilsubótar um Nesið og meðfram ströndinni og nýtur fallegs umhverfisins og náttúrunnar á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar hér.

Bílastæðasjóður

Bílastæðasjóður er eign Seltjarnarnesbæjar. Stöðuverðir sjá um eftirlit og leggja á stöðubrotsgjöld.

Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Seltjarnarness komist örugglega ferðar sinnar innan sveitarfélagsins, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðarlög. Nánari upplýsingar hér.

Vetrarþjónusta

Vetrarþjónusta á götum, stígum og gangstéttum á Seltjarnarnesi er virk nær allan sólarhringinn frá 1. október til 1. maí ár hvert. Vetrarþjónustunni er stýrt af vakthafandi starfsmanni Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.

Skipulag vetrarþjónustu er miðað við stöðugar veðuraðstæður sem getur raskast við mikilla ofankomu eða óstöðugt veður. Jafnframt geta veðuraðstæður s.s. mikill snjóstormur orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu-, hjólastíga, gangstéttir, húsagötur fyrr en að veðrinu slotar.

 

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?