Fara í efni

Fatlað fólk

Seltjarnarnesbær annast félagsþjónustu við fatlað fólk. Einstaklingar sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi sækja þjónustu til félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar.

Frekari einstaklingsstuðningur og liðveisla við fatlað fólk, margháttuð aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs.

Ráðgjöf og aðstoð við fatlað fólk, foreldra fatlaðra barna og ungmenna og aðstandendur til viðbótar við það sem fyrir er hjá félagsþjónustunni.

Meðal þjónustuþátta eru: 

Styrkir til náms og tækjakaupa

Úthlutunarreglur

Hægt er að sækja um styrk í gegnum mínar síður.

 

Skammtímadvöl og atvinna með stuðningi í samstarfi við Vinnumálastofnun

Hægt er að sækja um í gegnum mínar síður.

 

Stuðningsfjölskyldur

Hægt er að sækja um stuðningsfjölskyldu í gegnum mínar síður.

 

Sérhæfð búsetuúrræði

Hægt er að sækja um sérhæfð búsetuúrræði í gegnum mínar síður.

 

Einstaklingsstuðningur/Liðveisla

Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri sem og fullorðnu fötluðu fólki. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Reglur um liðveislu

Hægt er að sækja um stuðning/liðveislu í gegnum mínar síður.

Akstursþjónusta fatlaðra

Fatlað fólk sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur átt rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunna er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Lögð er höfuðáhersla á að fatlaðir komist ferða sinna til og frá vinnu, skólum og hæfingarstöðvum.

Reglur fyrir sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu

Hægt er að sækja um akstursþjónustu fatlaðra í gegnum mínar síður.

 
Síðast uppfært 05. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?