Fara í efni

Sigurjón Ólafsson - Skyggnst bak við tunglið.

Sigurjón Ólafsson (1908-1982) vann frummynd þessa verks þegar hann dvaldist á Reykjalundi árið 1961. Stækkuð útgáfa var pöntuð af bæjarstjórn Seltjarnarness fyrir tilstuðlan Sverris Sigurðssonar og sett upp á núverandi stað 1986. Var það fyrsta verkið sem var stækkað að Sigurjóni látnum.

Ár: 1961/1986.
Efni: járn.

Stærð: 372x332x214 cm.
Staðsetning: við Íþróttamiðstöð

 

Skyggnst bak við tunglið (einnig nefnt Farið bak við tunglið) er hluti af afstrakt járnskúlptúrum sem Sigurjón vann í byrjun 7. áratugarins. Samkvæmt nafninu hefur hann stjörnufræðilega skírskotun, en Sigurjón var mikill áhugamaður um þau fræði. Það má líka sjá í verkinu dýraform og jafnvel tilvísun í goðsöguna um Fenrisúlf. Það stendur einnig fyllilega fyrir sínu sem óhlutbundið rýmisverk. Í verkum sem þessum er það áhorfandinn sem skynjar hlutinn og túlkar á sinn hátt, samkvæmt eigin reynslu og tilfinningu.

Texti eftir Ásdísi Ólafsdóttur, listfræðing.

Hljóðleiðsögn um listaverkið "Skyggnst bak við tunglið". Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur les.

Ýttu á "play" takkann fyrir neðan til að spila hljóðleiðsögn.

Síðast uppfært 17. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?