Fara í efni

Rafræn Seltirningabók

Í Seltirningabók eftir Heimi Þorleifsson má finna mikinn fróðleik um þróun mannlífs og sveitarstjórnar í ört vaxandi byggð.

Bókin kom út árið 1991 en Heimir var mikilvirkur höfundur fræðirita og kennslubóka í sagnfræði og lét sig miklu varða sögulega geymd umhverfis, muna og heimilda. Beitti hann sér sérstaklega fyrir slíkum verkefnum í heimabæ sínum Seltjarnarnesi.

Bókinni er skipt upp í sex meginhluta. Sá fyrsti fjallar einkum um landamerki og sveitarstjórn, annar um landsvæði núverandi kaupstaðar, þriðji um útgerð, fjórði um skólahald, fimmti um félagsstarfsemi á Nesinu og sjötti um kirkjuhald. Í bókarlok eru ítarlegar heimilda-, mynda- og nafnaskrár.

Lesa má Seltirngabók í gegnum vefinn Issuu issuu.com/seltjarnarnesbaer/docs/seltirningabok-heimir-thorleifsson-1991

 

 

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?