Fara í efni

Jólaljósin lýsa upp skammdegið

Seltjarnarnesið er óðum að komast í jólabúninginn nú þegar að jólaljósin eru farin að skína skært um allan bæ. 

Hákarlahjallurinn skartar sínu fegursta og laðar að sér vegfarendur. Jólatré, staurar og stofnanir víða um bæinn hafa sömuleiðis fengið sinn skammt af jólaljósum bæjarbúum til yndisauka. Íbúar hafa ekki síður verið duglegir og flestir snemma í því að setja upp ljósin enda gott að fá birtu í svartasta skammdeginu.

Síðast uppfært 01. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?