Fara í efni

Guðmundur Benediktsson - Ölduspil

Árið 1997 gaf Sverrir Sigurðsson Seltjarnarnesbæ þennan bronsskúlptúr og var hann settur upp nærri heimili hans, við Bakkavör.

Ár: 1985.
Efni: brons.
Stærð: 118x40x22 cm.
Staðsetning: við Bakkavör.

 

Guðmundur Benediktsson (1920-2000) var myndhöggvari sem bar ekki mikið á, en á áttunda og níunda áratugnum vann hann skúlptúra í eir og brons sem skipa honum verðugan sess í íslenskri myndlistarsögu. Líkt og önnur verk hans frá þessum tíma er Ölduspil gert úr mjúkum lífrænum formum sem tvinnast saman á fágaðan og viðkvæman hátt. Guðmundur sótti tíma hjá Ásmundi Sveinssyni í Myndlistarskólanum í Reykjavík á fyrri hluta sjötta áratugarins. Hann var einnig lærður húsgagnasmiður og verk hans eru alltaf yfirveguð, vel útfærð og bera vott um ríka tilfinningu fyrir efninu. Hér eru bronsformin létt og lifandi og spila á möguleika efnisins, þar sem þungur málmurinn tjáir leikandi samspil vatns og lofts.

Texti eftir Ásdísi Ólafsdóttur, listfræðing.

Hljóðleiðsögn um listaverkið "Ölduspil". Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur les.

Ýtið á "play" takkann fyrir neðan til að spila hljóðleiðsögn.

Síðast uppfært 18. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?