Fara í efni

Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum

endurskoðaðar 2021

Almennt
Það er markmið Seltjarnarnesbæjar að tónlistarnám fari fram í Tónlistarskóla Seltjarnarness og stefnir bæjarfélagið að því framboð tónlistarnáms við skólann sé fjölbreytt og fullnægi þörfum sem flestra bæjarbúa. Undantekning frá þessu er ef nám verður sérhæfðara en boðið er upp á í Tónlistarskóla Seltjarnarness eða af öðrum orsökum talið hagkæmt að nám fari fram í listaog/eða tónlistaskóla utan sveitarfélagsins. Aðeins er greitt með námi á eitt hljóðfæri.

I. kafli - Forsendur

1. Nemendur sem stunda nám við Tónlistarskóla Seltjarnarness geta sótt um styrk til náms við
tónlistarskóla utan sveitarfélagsins ef Tónlistarskóli Seltjarnarness býður ekki upp á kennslu við
hæfi m.a. vegna sérhæfingar námsins.

2. Nemendum sem flytja lögheimili til Seltjarnarness og hafa stundað tónlistarnám í öðru
sveitarfélagi er bent á að sækja um í Tónlistarskóli Seltjarnarness.

3. Nemendur á miðstigi, sem flytja til Seltjarnarness geta sótt um að halda námi sínu áfram við
viðkomandi skóla utan sveitarfélags að uppfylltum skilyrðum sbr. 3. kafla.

4. Nemendur á grunnstigi, sem flytja til Seltjarnarness eiga aðeins kost á styrk til áframhaldandi
náms utan sveitarfélags ef þeir fá ekki inngöngu í Tónlistarskóla Seltjarnarness eða ef ekki er
boðið upp á viðkomandi tónlistarnám þar.

5. Ef nemandi uppfyllir skilyrði 7. gr reglugerðar um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga nr.
23/2013, gefst honum kostur á að sækja tónlistarnám í öðru sveitarfélagi.

6. Afgreiðsla umsókna um tónlistarnám í öðrum tónlistarskólum en í sveitarfélaginu er á vegum
fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar.

II. kafli – Almennar reglur

1. Seltjarnarnesbær mun greiða fyrir nám í tónlistarskóla fyrir nemendur, sem stunda nám í
öðru sveitarfélagi en lögheimilissveitarfélagi, í samræmi við þær reglur um kröfur, ástundun og
framvindu í námi sem gilda á hverjum stað.

2. Greitt er samkvæmt gjaldskrá sem fjölskyldusvið setur í samvinnu við Tónlistarskóla
Seljtarnaness hverju sinni.

3. Sérhver nemandi skal sækja um námsvist í öðru sveitarfélagi til lögheimilissveitarfélagsins og
fer fjölskyldusvið með umboð Seltjarnarnesbæjar gagnvart öðrum sveitarfélögum vegna
greiðslu kennslukostnaðar.

4. Seltjarnarnesbær áskilur sér rétt til að takmarka fjölda nemenda sem greitt er með í
tónlistarskólum utan sveitarfélagsins til samræmis við svigrúm í fjárhagsáætlun hverju sinni.

5. Ef nemandi í tónlistarskóla flytur lögheimili sitt í annað sveitarfélag á skólaárinu þá greiðir
Seltjarnarnesbær vegna hans fram að byrjun næstu annar frá dagsetningu lögheimilisskipta.

6. Framlög vegna nemenda á framhaldsstigi sem og miðstigi í söngnámi heyra undir reglur um
framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga nr. 23/2013.

7. Seltjarnesbær styrkir ekki tónlistarnám á háskólastigi. Ekki er greitt með nemendum eftir að
þeir hafa náð 20 ára aldri.

III. kafli - Reglur um kröfur, ástundun og framvindu

1. Sækja þarf um styrkveitingu til fjölskyldusviðs fyrir 1. júní ár hvert.

2. Í umsókn nemandans þarf að koma fram rökstuðningur fyrir því að viðkomandi óskar eftir að
stunda nám annars staðar en við Tónlistarskóla Seltjarnarness.

3. Umsækjandi þarf að hafa staðist inntökuskilyrði í viðkomandi tónlistarskóla og geta framvísað
staðfestingu þess efnis frá skólanum.

4. Námsárangur þarf að vera fullnægjandi í samræmi við skilgreiningar viðkomandi
tónlistarskóla um lágmarkseinkunnir og skal nemandi óska eftir vottorði þess efnis frá skólanum
og skila með umsóknargögnum.

5. Leggja skal fram afrit af námsvottorði síðasta skólaárs, ásamt umsögn kennara í viðkomandi
aðalnámsgrein. Umsögn kennara er höfð til hliðsjónar við mat á styrkhæfi nemandans, ef það á
við. Ef umbeðin gögn fylgja ekki umsókn áskilur Seltjarnarnesbær sér rétt til þess að hafna
umsókninni.

6. Settar eru eftirfarandi kröfur um námsframvindu:
- Ef veitt er heimild til að stunda nám í tónlistarskóla í öðru sveitarfélagi, skal eftir sem
áður setja framvindukröfur með það að leiðarljósi að framvinda í námi sé sambærileg og
almennur hluti aðalnámsskrár tónlistarskóla segir til um. Hér er gert ráð fyrir að
grunnnám, miðnám og framhaldsnám taki samtals 10 ár.
- Í kröfum um námsframvindu eru einnig kröfur um námsástundun og námsárangur frá ári
til árs. Viðkomandi skólar skulu skila vottorði vegna þessa.

 

Samþykkt á fundi skólanefndar. 24.11.2021, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs
Seltjarnarnesbæjar.

Samþykkt á fundi bæjarráðs 09.12. 2021.

Síðast uppfært 16. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?