Fara í efni

Skipulagsmál

Í Seltjarnarnesbæ er starfandi skipulagsfulltrúi sem er yfirmaður skipulagsmála í sveitarfélaginu

Skipulagsfulltrúi starfar með skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar og hefur umsjón með skipulagsgerð ásamt eftirliti með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.

Umsóknir og eyðublöð

Skipulag í kynningu

Aðalskipulag

Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan bæjarfélagsins.

Gildandi Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar:

Deiliskipulag

 • Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess.
 • Í deiliskipulagi er gerð nánari grein fyrir m.a. notkun lands, lóðar, íbúðar-, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða og útivistarsvæða.

Kortasjá

 • Kortasjáin geymir viðamiklar upplýsingar um innviði, lagnir, skipulag, kort, teikningar og þjónustu á Seltjarnarnesi.

Meðferð skipulagsmála

 • Upplýsingagjöf er fyrsta forsenda þess að íbúar geti haft áhrif. Hún felur í sér að íbúarnir fái aðgengilegar og hlutlægar upplýsingar til að skilja úrlausnarefni og hvaða valkostir standa til boða. Samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarstjórn skylt að upplýsa íbúa sína um áætlanir sem varða þá með almennum hætti og einstök mál sem hafa verulega þýðingu fyrir sveitarfélagið.
 • Rökræða felur í sér að gefa íbúum færi á að hitta aðra til að ræða málefni sveitarfélagsins. Byggja þarf á því að allir hafi möguleika til að koma sínum skoðunum á framfæri og rökstyðja þær. Markmiðið er að skapa skilning og samstöðu og tryggja að hagsmunir íbúanna, þekking og óskir mæti skilningi og tekið sé tillit þeirra í áframhaldandi meðferð málsins í sveitarstjórn.
 • Áhrif – hlutdeild – felur í sér að íbúarnir fái tækifæri til að taka þátt í vinnslu máls í gegnum allan feril þess, frá greiningu á þörf á breytingu, þróun lausna og vali á tillögu að lausn og um hvernig eigi að framkvæma hana sem verður grunnur að ákvörðun sveitarstjórnar.*

*Samband íslenskra sveitarfélaga. 2012. Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum,

Ferli skipulagsmála

Ferill á tillögu, umsögn, skipulagsgerðar og samþykkt skipulags er svohljóðandi:

 • Sveitarstjórn samþykkir að unnin skuli skipulagstillaga og tekur afstöðu til hvort vinna þurfi lýsingu fyrir skipulagsgerðina.
 • Unnið að lýsingu á skipulagsverkefninu á vegum sveitarstjórnar, þ.m.t. umfangi og áherslum í umhverfismati, þegar það á við.
 • Sveitarstjórn leitar umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna og kynnir hana fyrir almenningi m.a. með íbúafundi þar sem lögð er fram ósk um ábendingar.
 • Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagstillögu og umhverfisskýrslu.
 • Sveitarstjórn auglýsir skipulagstillögu og umhverfisskýrslu í. Lögbirtingablaði og dagblaði sem er gefið út á landsvísu og á vef bæjarins.
 • Sveitarstjórn heldur íbúafund til kynningar á auglýstri tillögu.
 • Auglýsingartími er að lágmarki 6 vikur. Skipulagsgögn skulu liggja frammi hjá hlutaðeigandi sveitarfélagi auk þess að vera aðgengileg á netinu.
 • Sveitarstjórn sendir Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og öðrum umsagnaraðilum skipulagstillögu og umhverfisskýrslu og gefur þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum.
 • Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta getur gert athugasemdir og er tilgreint í auglýsingu innan hvaða tímamarka og hvert skal senda athugasemdir.
 • Skipulagsnefnd fjallar um framkomnar athugasemdir og gerir tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu.
 • Sveitarstjórn fjallar um málið og tekur afstöðu til afgreiðslu skipulagsnefndar og hvort gera þurfi breytingar á skipulagstillögu.
 • Eftir endanlega afgreiðslu þarf að liggja fyrir greinargerð með rökstuðningi með endanlegri afgreiðslu, þ.e. hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í deiliskipulagið, hvernig brugðist var við athugasemdum.
 • Sveitarstjórn sendir þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína um þær.
 • Hafi borist athugasemdir er niðurstaða sveitarstjórnar auglýst. Ef engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn nema þegar áætlun er háð lögum um umhverfismat áætlana.
 • Sveitarstjórn sendir samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunar innan 6 mánaða frá því frestur til að skila athugasemdum rann út.
 • Skipulagsstofnun metur hvort tilefni er til að yfirfara deiliskipulagið m.t.t. þess hvort gallar eru á efnis- og málsmeðferð.
 • Skipulagsstofnun kemur athugasemdum á framfæri við sveitarfélagið innan 3 vikna frá því að skipulagsgögn bárust.
 • Sveitarstjórn birtir auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild. Stjórnartíðinda.
 • Hafi auglýsing í B-deild ekki verið birt innan 1 árs frá lokum athugasemda frestar tillögunnar telst deiliskipulagið ógilt og fer þá um málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

*Samband íslenskra sveitarfélaga. 2012. Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum,

Gjaldskrár

Gjaldskrár fyrir skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis

Kostnaður vegna aðalskipulags

Aðalskipulagsbreytingar BVT 192 Júlí 2024
Afgreiðslugjald kr. 16.242
Breyting á skipulagsuppdrætti sbr. 1.mgr. 36. gr. kr. 222.262
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 1. mgr. 36. gr. kr. 205.165
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 2. mgr. 36. gr. kr. 102.582

Kostnaður vegna deiliskipulags

Nýtt deiliskipulag:

BVT 192 Júlí 2024
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skv. reikingi 1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. kr. 205.165
     

Verulegar breytingar á deiliskipulagi:

BVT 192 Júlí 2024
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skv. reikningi1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. kr. 205.165
     

Óverulegar breytingar á deiliskipulagi:

BVT 192 Júlí 2024
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43.gr. skv. reikningi1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. kr. 102.582

Kostnaður vegna grenndarkynningar

Grenndarkynning BVT 192 Júlí 2024
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 44. gr. kr. 51.292

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis

Framkvæmdaleyfi BVT 192 Júlí 2024
Afgreiðslugjald kr. 16.242
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. kr. 188.067
Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir kr. 111.131

1 Vinna samkvæmt reikningi skal byggja á áætlun skipulagsstjóra um umfang verkefnisins sem umsóknaraðili samþykkir. Reikningur verður síðan gerður í samræmi við raunverulegan kostnað en getur ekki verið hærri en fjárhæð samkvæmt samþykktri áætlun.

Uppfært júlí 2024, birt með fyrirvara um innsláttarvillur, uppreikning.

Síðast uppfært 24. júní 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?