Fara í efni

Reglur og samþykktir fyrir niðurgreiðslur og afslætti af gjaldskrám.

Systkinaafsláttur
Foreldrar / forráðamenn systkina sem njóta þjónustu dagforeldra eða stofnana á Fræðslusviði geta sótt um systkinaafslátt.
Systkinaafsláttur er samræmdur milli þjónustu dagforeldra og stofnana á sviðinu með þeim hætti að annað barn nýtur 50% afsláttar og systkini um fram annað barn njóta 100% afsláttar af dvalargjöldum. Fullt gjald greiðist ávallt fyrir yngsta barnið, en afsláttur reiknast á gjöld fyrir eldri systkini.
Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

 

Afsláttur til námsmanna
Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi fá 40% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu á skólavist frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn, þar sem fram kemur að viðkomandi sé skráður í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Afsláttur kemur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

 

Afsláttur til einstæðra foreldra
Einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóls auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
Afsláttur til einstæðra foreldra fæst gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skila þarf vottorði fyrir hvert skólaár).
Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afslættir eru ekki afturvirkir og það er á ábyrgð foreldra að óska eftir þeim í umsókn. Þeir taka gildi í næsta mánuði eftir að beiðni berst til stofnunar. Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

Síðast uppfært 29. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?