Fara í efni

Magnús Tómasson - Amlóði

Árið 1990 pantaði Lista- og menningarsjóður Seltjarnarnesbæjar útilistaverk af Magnúsi Tómassyni (fæddur 1943) sem standa skyldi á opnu svæði nálægt Valhúsahæð. Verkið Amlóði var vígt þar tveimur árum síðar.

Ár: 1990-1992.
Efni: basalt, ryðfrítt stál.

Stærð: 410x335x317 cm.
Staðsetning: við Bakkavör.

 

Verkið er gert úr basaltbjargi sem er borið uppi af fjórum stálfótum; þeir eru bognir efst, eins og til að undirstrika þunga steinsins. Nafn verksins er skírskotun til hinnar gömlu hefðar að nota björg til að reyna afl manna, en er um leið mótsagnarkennt og jafnvel skoplegt því minnsti steinninn í hinni fornu þrekraun er hér stærðarinnar bjarg. Í verki sínu teflir Magnús saman andstæðum eins og hefð og nútíma, þyngd og léttleika, efni og lofti sem vekja fólk til umhugsunar um afstæði viðtekinna gilda. Grettistak, stóri bróðir Amlóða, var settur upp á Akranesi árið 1995.

Texti eftir Ásdísi Ólafsdóttur, listfræðing.

Hljóðleiðsögn um listaverkið "Amlóði". Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur les.

Ýtið á "play" takkann fyrir neðan til að spila hljóðleiðsögn.

Síðast uppfært 17. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?