Fara í efni

Gjaldskrár Seltjarnarnesbæjar

Hér má nálgast allar gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, flokkað í fjóra yfirflokka; útsvar og þjónusta, umhverfi og skipulag, skóli og frístund, gjaldskrár stofnana.

Smellið á fyrirsagnir til að skoða viðkomandi gjaldskrá.

Útsvar og þjónusta

Álagning fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2023

Álagningaseðill fasteignagjalda er birtur rafrænt undir mínar síður á heimasíðunni og á island.is.  

Eftirfarandi álagningarreglur vegna ársins 2023 voru samþykktar í bæjarstjórn:

Álagning útsvars 

Útsvarsprósenta árið 2023 er 14,31%

Fasteignagjöld:

Gjöld Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði
Fasteignaskattur 0,166% af fasteignamati 1,154% af fasteignamati
Lóðaleiga 0,40% af fasteignamati lóðar 1,75% af fasteignamati lóðar
Vatnsgjald 0,0855% af fasteignamati* 0,0855% af fasteignamati*
Sorp- og urðunargjald kr. 62.100 pr. íbúð/tunnu kr. 62.100 pr. matseiningu
Fráveitugjald 0,1425% af fasteignamati 0,1425% af fasteignamati

*Aukavatnsskattur leggst á stórnotendur skv. mæli kr. 44,50,- pr m3

Gjalddagar fasteignagjalda 2023

 • Gjalddagar eru samtals tíu talsins
 • 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október
 • Eindagar eru 15. dags næsta mánaðar eftir gjalddaga.

Lækkun/niðurfelling fasteignaskatts og holræsagjalds/fráveitugjald til elli- og örorkulífeyrisþega skv. samþykkt þar um verður:

Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Forsendur eru því tekjuviðmið einstaklinga annars vegar og hjóna og fólks í skráðri sambúð hins vegar.
Afsláttur % 2023 - Einstaklingar
100% 0 5.501.768
75% 5.501.769 5.623.590
50% 5.623.591 5.745.413
25% 5.745.414 5.868.333
Afsláttur % 2023 - Hjón/fólk í skráðri sambúð
100% 0 7.029.488
75% 7.029.489 7.518.973
50% 7.518.974 8.008.458
25% 8.008.459 8.496.845
 • Notuð er heimild til þess að lækka fráveitugjald hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum.
 • Afsláttur af fráveitugjaldi er reiknaður út og meðhöndlaður með sama hætti og afsláttur af fasteignaskatti, skv ofanskráðu.
 • Ekki þarf að sækja um lækkunina. Gerður verður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2022 við afsláttarviðmiðun Seltjarnarnesbæjar. Nú verða afslættir dregnir frá strax við álagningu gjaldanna. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur)

Skráð afnot fasteignar í fasteignaskrá ræður skattflokki.

Vinsamlegast athugið að breytingar á skráðri notkun fasteignar er háð byggingarleyfi Skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Ef afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, t.d. ef íbúðarhúsnæði er að hluta til notað fyrir ferðaþjónustu, þar á meðal heimagistingu, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka.

 • A-skattflokkur 0,166% af fasteignamati
  Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, hesthús, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
 • B-skattflokkur 1,32% af fasteignarmati
  Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

 • C-skattflokkur 1,154 % af fasteignarmati
  Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu-, og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu, þar á meðal heimagisting.
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ
Félagsleg heimaþjónusta Gjald pr. klst.
Almennt gjald 2.415 kr.
Elli- og örorkulífeyrisþegar:  
- Einstaklingar með tekjur undir 450.000 kr. 1.098 kr.
- Einstaklingar með tekjur umfram 450.000 kr.  2.415 kr.
- Hjón/sambýlisfólk með tekjur undir 600.000 kr. 1.098 kr.
- Hjón/sambýlisfólk með tekjur umfram 600.000 kr. 2.415 kr.
Undanþegnir gjaldi eru þeir sem einungis hafa lífeyristekjur frá TR
eða aðrar tekjur sem samsvara þeirri fjárhæð
0 kr.

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu:

1. gr.

Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greiða gjald sem nemur 2.415.- kr. á klukkustund.

Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða gjald sem nemur 1.098. - kr. á klukkustund.

Elli- og örorkulífeyrisþegar með mánaðartekjur/bætur yfir 450.000.- kr hjá einhleypum og 600.000.- kr. hjá hjónum/sambýlisfólki á mánuði greiða 2.415.- kr. á klukkustund.

Gjaldskrá skal taka mið af breytingum launakostnaðar í upphafi hvers árs.

2. gr.

Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem einungis hafa lífeyristekjur frá Tryggingastofnun ríkisins eða aðrar tekjur sem samsvara þeirri fjárhæð.

Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjur frá T.R. eða samsvarandi fjárhæð, greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum.

Ekki er greitt fyrir kvöld og helgarþjónustu

3. gr.

Fjölskyldunefnd er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagslega heimaþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna. Starfsmaður skal gefa skriflega umsögn um slík erindi.

4. gr.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Gjaldskráin tekur gildi 16. maí 2007.

 • Leiðrétt í janúar 2008 miðað við bætur T.R. og 4% hækkun taxta.
 • Leiðrétt í desember 2009 miðað við bætur T.R. og launabreytingar.
 • Leiðrétt í desember 2012 m.v. launabreytingar. (tekur mið af launum starfsmanna heimaþjónustu)
 • Leiðrétt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar. 2019
 • Gjaldskrá hækkar þann 1. janúar 2023 skv. samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2022
Gjaldskrá vegna félagsstarfs, kaffi og meðlætis og þvottaþjónustu

Gildir frá 1. september 2022

Þjónusta Verð
Þvottavélagjald 300 kr
Kaffi 200 kr
Kaffi og meðlæti á föndurtímum 600 kr
Kaffi og ristað brauð (að morgni) 350 kr.
Kaffi og meðlæti við önnur tilefni 700 kr.
Námskeið í félagsstarfi aldraðra (mánaðargjald) 3.200 kr
Þátttökugjald í spilum 250 kr.
Bókband, mánaðargjald 7.500 kr.
Gjaldskrá fyrir kattahald á Seltjarnarnesi

1. gr.

Eigendur katta á Seltjarnarnesi skulu greiða bæjarsjóði skráningargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem ætluð er til að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um kattahald á Seltjarnarnesi.

2. gr.

Við umsókn um skráningu kattar skal innheimta gjald að upphæð kr. 3.500.

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 15. desember 2014 með vísan í samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi nr. 184/2011, staðfestist hér með samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015.

Seltjarnarnes 16 desember 2014.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

Gjaldskrá fyrir útprentun gagna á bæjarskrifstofu

Viðskiptavinir Seltjarnarnesbæjar skulu greiða fyrir útprentun/ljósritun þeirra gagna sem þeir óska eftir hverju sinni svo sem hér greinir.

Útprentun gagna: Verð:
Stærð A0 700 kr.
Stærð A1 350 kr.
Stærð A2 250 kr.
Stærð A3 sv/hv 80 kr.
Stærð A3 lit 200 kr.
Stærð A4 sv/hv 60 kr.
Stærð A4 lit 150 kr.

Gjaldskrá þessi gildir frá 1. janúar 2023.

Gjaldskrá um sorphirðu í Seltjarnarnesbæ

1. gr.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar er heimilt að leggja á sérstakt sorphirðugjald samkvæmt 10 gr. samþykktar nr. 95/1999 um sorphirðu og hreinsun opinna svæða á Seltjarnarnesi.

2. gr.

Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem metnar eru í fasteignamati. Leggja skal sorphirðugjald á aukaíbúðir í húsum sem metnar eru í fasteignamati sem óskiptar eignir.

Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaðarhlutdeild við rekstur endurvinnslustöðva.

3. gr.

Sorp- og urðunargjald skal vera 62.100 kr. pr. íbúð/tunnu fyrir íbúðarhúsnæði.

Sorp- og urðunargjald skal vera 62.100 kr. pr. matseiningu fyrir atvinnuhúsnæði.

4. gr.

Sorphirðugjald greiðist til Seltjarnarnesbæjar og skulu gjalddagar þess vera hinir sömu og gjald­dagar fasteignagjalda.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtu­kostnaðar.

Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga.

5. gr.

Í þeim tilvikum sem sorphirða fer fram á grundvelli sérstakrar þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjald fyrir sannanlegum kostnaði samkvæmt fyrirliggjandi reikningi.

Sé sorphirða sérstaklega flókin og kostnaðarsöm er heimilt að leggja á aukagjald fyrir sannanlegum kostnaði samkvæmt fyrirliggjandi reikningi.

6. gr.

Gjaldskrá þessi er sett og staðfest samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unar­varnir, með síðari breytingum, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjald­skrá um sorpgjald í Seltjarnarneskaupstað nr. 1303/2012.

Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 14. desember 2022.

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2023

Slóð á nýjustu breytingar í Stjórnartíðindum

Umhverfi og skipulag

Gatnagerðargjaldskrá

Janúar - júní 2023

Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald í júlí 2023: kr. 275.932 pr. m2

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund sem hér segir:
Tegund húsnæðis
% Verð 
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu 15% kr. 41.390 pr. m2
Parhús, tvíbýlishús 15% kr. 41.390 pr. m2
Raðhús, keðjuhús 15% kr. 41.390 pr. m2
Fjölbýlishús 15% kr. 41.390 pr. m2
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. 15% kr. 41.390 pr. m2
Iðnaðarhúsnæði 15% kr. 41.390 pr. m2
Bílakjallarar 3,75% kr. 10.347 pr. m2

Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.

Samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Seltjarnarnesbæ

Gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Seltjarnarnesbæ
 
 

Sé munur á texta á heimasíðu gildir birt PDF skjal Stjórnartíðinda.

Gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Seltjarnarnesbæ

Brot: Gjald:
Stöðubrotsgjald - stöðvað undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, of nærri gangbraut eða við aðrar nánari tilteknar aðstæður sbr. 110. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 10.000 kr.
- 14 dögum eftir álagningu 15.000 kr.
- 28 dögum eftir álagningu 20.000 kr.
Lagt í bílastæði fyrir hreyfihamlaða 20.000 kr.
- 14 dögum eftir álagningu 30.000 kr.
- 28 dögum eftir álagningu 40.000 kr.

 

Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingafulltrúa Seltjarnarnesbæjar

Gjaldskrá nr. 517/2018 fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingafulltrúa Seltjarnarnesbæjar 

  BVT 180 Janúar 2023
Byggingarleyfisgjald:  

 

Fast gjald vegna móttöku umsókna kr.

15.174

Fyrir hvern rúmmetra í nýbyggingu eða viðbyggingu að hámarki 50.000 m³ kr/m3

153

Við endurnýjun byggingarleyfa skal greiða lágmarksgjald. kr.

13.747

Yfirferð séruppdrátta (burðarþols-, lagna- og séruppdrátta aðalhönnuða)    
Einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishús allt að 6 íbúðir kr.

115.147

Fjölbýlishús 6 íbúðir og fleiri kr. 223.134
Af öðru húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús allt að 2.000 m³ brúttó kr.

171.700

Af öðru húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús
2000 m3 og stærri.
kr. 212.237
Aðrar minni byggingar, s,s, viðbygg., bílgeymsla., anddyri, sólstofa.o.fl . kr.

39.636

Úttektir    
Almenn úttekt kr.

9.396

Lokaúttekt kr.

27.892

Einbýlis-, par- og raðhús á einni hæð. (10 útt. + lokaútt.) kr.

121.843

Einbýlis-, par- og raðhús á tveimur hæðum (12 útt. + lokaútt) kr.

140.632

Af öðru húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús
allt að 2000 m3 brúttó.
kr.

166.177

Af öðru húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús
2000 m3 og stærri.
kr.

225.481

Fjölbýlishús, gjald , pr. matshluta. kr.

206.695

Aðrar minni byggingar, lágmark 3 úttektir +1 lokaúttekt

kr.

46.976

Fokheldisvottorð m. úttekt kr.

22.607

Stöðuúttektarvottorð (Ófullgert húsnæði tekið í notkun) kr.

27.892

Mælingar    
Útsetning (1 fín útsetning og 1 eftirmæling). kr.

160.892

Húsaleiguúttektir - gjald pr. fermetra vegna íbúðarhúsnæðis    
Að hámarki kr. 14.125,00. fyrir íbúðarhúsnæði. kr. /m2

55

Gjald pr. fermetra vegna atvinnuhúsnæði kr. /m2

30

Veitingarhús    
Úttekt vegna rekstrarleyfis kr.

22.607

Annað    
Meistaraskipti kr 13.625
Byggingarstjóraskipti kr 18.433
Gjald fyrir hvert útkall byggingarfulltrúaþar sem verkið er ekki úttektarhæft. kr.

11.155

Stöðuleyfi fyrir gáma, hjólhýsi, ferðabíla, sumarhús o.fl. kr 18.433
Byggingarfulltrúa er heimilt í sérstökum tilfellum að innheimta gjald fyrir aðra þjónustu eða útköll, s.s. vettvangskönnun o.fl., enda hafi verið stofnað til sannanlegs kostnaðar vegna tilviksins kr. 14.386
 
Uppfært janúar 2023, birt með fyrirvara um innsláttarvillur, uppreikning.
Gjaldskrár fyrir skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis

Kostnaður vegna aðalskipulags

Aðalskipulagsbreytingar BVT 180 Janúar 2023
Afgreiðslugjald kr. 15.227
Breyting á skipulagsuppdrætti sbr. 1.mgr. 36. gr. kr. 208.371
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 1. mgr. 36. gr. kr. 192.342
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 2. mgr. 36. gr. kr. 96.171

Kostnaður vegna deiliskipulags

Nýtt deiliskipulag:

BVT
180
Janúar
2023
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skv. reikingi 1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. kr. 192.342
     

Verulegar breytingar á deiliskipulagi:

BVT
180
Janúar
2023
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skv. reikningi1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. kr. 192.342
     

Óverulegar breytingar á deiliskipulagi:

BVT
180
Janúar
2023
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43.gr. skv. reikningi1    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. kr. 96.171

Kostnaður vegna grenndarkynningar

Grenndarkynning BVT 180 Janúar 2023
Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 44. gr. kr. 48.086

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis

Framkvæmdaleyfi BVT 180 Janúar 2023
Afgreiðslugjald kr. 15.227
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. kr. 176.313
Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir kr. 104.185

1 Vinna samkvæmt reikningi skal byggja á áætlun skipulagsstjóra um umfang verkefnisins sem umsóknaraðili samþykkir. Reikningur verður síðan gerður í samræmi við raunverulegan kostnað en getur ekki verið hærri en fjárhæð samkvæmt samþykktri áætlun.

Uppfært janúar 2023, birt með fyrirvara um innsláttarvillur, uppreikning.

Skóli og frístund

Gjaldskrá fyrir skólamáltíðir Grunnskóla Seltjarnarness
Seltjarnarnesbær er með þjónustusamning við Skólamat um skólamáltíðir í Grunnskóla Seltjarnarness og er það svo val foreldra hvort og hversu mikið sú þjónusta er nýtt fyrir hvert barn. Foreldrar sjá sjálfir um að skrá börn sín í mataráskrift á heimasíðu Skólamatar ehf., www.skolamatur.is og Skólamatur innheimtir samkvæmt þeirri áskrift. Hægt er að skrá nemendur í áskrift strax í upphafi hvers skólaárs og gera breytingar innan skólaársins samkvæmt þeim skilmálum sem Skólamatur býður upp á í þjónustu sinni.


Á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is má ennfremur nálgast allar upplýsingar um matseðla ásamt næringarinnihaldi og innihaldslýsingum á öllum réttum, fyrirkomulag mataráskriftar, verðskrá o.fl. Verðskráin sýnir þá upphæð sem foreldrar greiða fyrir hverja máltíð eða aðra hressingu í áskrift en Seltjarnarnesbær niðurgreiðir hluta af verðinu samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar og greiðir þann hluta beint til Skólamatar. 

Gjaldskrá fyrir Skólaskjól og Frístund

Þjónusta og starfsemi

Skólaskjól eða Skjólið er dagvist fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmiðið með starfsemi Skjólsins er að mynda umgjörð um heildstæðan skóladag nemenda. Skólaskjólið starfar samkvæmt áherslum og markmiðum skólastefnu Seltjarnarnesbæjar. Þar er leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem börnin fást við margvísleg þroskandi viðfangsefni, taka þátt í hópastarfi, útivist og leikjum.

Skólaskjólið er opið daglega á starfstíma skóla og býðst nemendum að dvelja þar til allt að kl. 17:00. Opnunartími er í samræmi við starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness. Skjólið veitir þjónustu eftir þörfum í jóla-, og páskafríum auk þess að vera opið á foreldra- og skipulagsdögum skólans.

Innritun í Skólaskjólið fer fram í maí, fyrir komandi skólaár, gegnum mínar síður á vef Seltjarnarnesbæjar 

Allar breytingar sem gerðar eru eftir innritun skal gera á vef Seltjarnarnesbæjar. Breytingar þurfa að vera gerðar fyrir 20. dag mánaðar svo þær taki gildi frá næstu mánaðamótum. Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp skal það gert fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Þjónustu er sagt upp á mínum síðum á vef Seltjarnarnesbæjar.

Gjaldskrá Skólaskjóls 1. janúar 2023

Dagvist: Verð kr.
1-10 klst./mán. 4.560
11-20 klst./mán. 9.120
21-30 klst./mán. 13.680
31-40 klst./mán. 18.240
41-50 klst./mán. 22.801
51-60 klst./mán. 27.361
61-70 klst./mán. 31.921
71+ klst./mán. 36.481
Þegar þjónustan er nýtt frá kl. 8:00-13:30
á foreldra- og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríi
1.756 kr. pr. dag
 

Síðdegishressing:

Síðdegishressing er pöntuð beint í gegnum vefsíðu Skólamatar.

Afslættir:

 • Afsláttur er á milli skólastiga (leikskóla og skólaskjóls).
 • Systkinaafslættir 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn (gildir einnig ef yngra /yngsta systkini er hjá dagforeldri). Fullt gjald greiðist ávallt fyrir yngsta barn.
 • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af dvalargjaldi.
 • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt af dvalargjaldi.
 • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
 • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.
 • Einstæðir foreldrar greiða lægra gjald gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skal skilað árlega) og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að vottorði er skilað.
 • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

Innheimta

Gjöld fyrir þjónustu Skólaskjóls eru innheimt með greiðsluseðli, VISA, MasterCard eða greiðsla fer í gegnum banka. Greiða skal fyrirfram og er eindagi 15. hvers mánaðar, eftir eindaga leggjast á dráttarvextir. Skuldi foreldrar 3 mánuði er þjónustu Skólaskjóls sagt upp og skuldin sett í innheimtu. Greiðsla vegna ágúst og september mánaðar ár hvert er á gjalddaga 1. september og eindagi þann 15 september.

Fullt dvalargjald er greitt fyrir þann tíma sem barnið er skráð í Skólaskjólið, þó barnið nýti ekki skráðan tíma vegna veikinda eða fría. Ef barn er fjarverandi samfellt í 2 vikur eða lengur vegna veikinda eða fría, fellur fæðiskostnaður niður. Foreldrar skulu tilkynna ef barn er fjarverandi vegna veikinda eða fría.

Skipulags- og námskeiðsdagar Skólaskjóls eru tveir á ári og er Skólaskjólið lokað þá daga. Skólaskjólið er lokað í vetrarleyfi skólans, á aðfangadag og gamlársdag.

Gjaldskrá í Tónlistarskóla Seltjarnarness
Tónlistarnám Gjald kr.
Forskóli
0
Grunnnám
128.259
Miðnám
128.259
Framhaldsnám
139.383
Undirleikur
62.448
Hljóðfæraleiga 14.004

Gildir frá 1. janúar 2023.

Systkinaafsláttur er 20% fyrir annað barn og 40% fyrir þriðja barn

Hætti nemandi í námi fyrir áramót skulu skólagjöld greidd til áramóta. Hætti nemandi í námi eftir áramót skulu skólagjöld greidd út skólaárið. Sömu skilmálar gilda um hljóðfæragjald.

Gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness

Almennt leikskólagjald án fæðis frá 1. janúar 2023

Klst.
Verð
4 11.825
4,5 13.304
5 14.782
5,5 16.261
6 17.738
6,5 19.217
7 20.695
7,5 22.173
8 23.651
8,5 27.427
9 31.203
 
 
Fæðisgjald frá 1. ágúst 2023
  Einingarverð
pr. dag
Mánaðarverð m.v.
20 virka daga
Morgunverður 187 3.750
Ávaxta-/grænmetisskammtur 133 2.660
Hádegisverður 875 17.506
Nónhressing 300 6.004
Samtals 1.496 29.920
Niðurgreitt af Seltjarnarnesbæ -748 -14.960
Samtals verð til foreldra 748 14.960

Afslættir:

 • Afsláttur er á milli skólastiga (leikskóla og skólaskjóls).
 • Systkinaafslættir 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn (gildir einnig ef yngra /yngsta systkini er hjá dagforeldri).
 • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og einstæðir foreldra fá 40% afslátt.
 • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt.
 • Afsláttur er ekki á fæði.
 • Einstæðir foreldrar greiða lægra gjald gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skilað 1x á ári).
 • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
 • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

Innheimta

Leikskólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli, VISA, MasterCard eða greiðsla fer í gegnum banka. Greiða skal fyrirfram og er eindagi 15. hvers mánaðar, eftir eindaga leggjast á dráttarvextir. Skuldi foreldrar 3 mánuði er barninu sagt upp leikskóladvölinni og skuldin sett í innheimtu.

Leikskólinn er lokaður 4 vikur á sumrin og fellur leikskólagjald þá niður. Fullt leikskólagjald er annars greitt fyrir þann tíma sem barnið er skráð í leikskólann, þó barnið nýti ekki skráðan tíma vegna veikinda eða fría. Ef barn er fjarverandi samfellt í 2 vikur eða lengur vegna veikinda eða fría, fellur fæðiskostnaður niður. Foreldrar skulu tilkynna ef barn er fjarverandi vegna veikinda eða fría.

Skipulags- og námskeiðsdagar leikskólans eru fimm á ári og er leikskólinn lokaður þá daga og þeir auglýstir með a.m.k. mánaðar fyrirvara. Leikskólinn er lokaður á aðfangadag og gamlársdag.

Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla

Gildir frá 1. janúar 2013

Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla eru samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi niðurgreiðslur vegna leikskólavistar utan lögheimilissveitarfélags.

Samþykkt niðurgreiðslu er háð þjónustusamningi milli Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi leikskóla þar sem tryggt er að gjald foreldra sé sambærilegt við gjald sem foreldrum ber að greiða fyrir dvöl í Leikskóla Seltjarnarness.

Í þjónustusamningi sem undirritaður skal af skólaskrifstofu, viðk. leikskóla og foreldrum skal eftirfarandi tilgreint sem skilyrði fyrir greiðslu:

 • Að önnur daggæsluúrræði eru ekki í boði í sveitarfélaginu.
 • Að hlutaðeigandi barn hafi náð 9 mánaða aldri og eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.
 • Að viðkomandi leikskóli hafi öll tilskilin starfsleyfi.
 • Að barnið sé slysatryggt.
 • Að fyrir liggi þjónustusamningur milli leikskóla, foreldra og Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar.

Í samningnum skal tilgreind sú upphæð sem Seltjarnarnesbær samþykkir að greiða mánaðarlega í allt að 11 mánuðum á ári auk þess sem tilgreina skal mánaðarlegt dvalargjald sem foreldrar skulu greiða.

Greiðslur til dagforeldra, vegna daggæslu barna í heimahúsi

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna með lögheimili á Seltjarnarnesi. 
Sjá: Reglur um greiðslur til dagforeldra vegna daggæslu barna í heimahúsi

Greiðsla Seltjarnarnesbæjar til dagforeldra vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi frá og með 1. ágúst 2017:

Fjöldi stunda á dag

Til hjóna og sambúðarfólks

Til einstæðra foreldra og ef báðir foreldrar eru í námi Ef annað foreldri er í námi
Fyrir 6 stunda vistun 49. 500 kr. kr. 57.120 kr. 54.060
Fyrir 6,5 stunda vistun 53.625 kr. kr. 61.880 kr. 58.565
Fyrir 7 stunda vistun 57.750 kr. kr. 66.640 kr. 63.070
Fyrir 7,5 stunda vistun 61.875 kr. kr. 72.400 kr. 67.575
Fyrir 8 stunda vistun 66.000 kr. kr. 76.160 kr. 72.080
 • Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
 • Leggja skal fram fjölskylduvottorð í tilviki einstæðra foreldra og námsvottorð skóla í tilviki námsmanna.
 • Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá systkinaafslátt fyrir leikskólabarnið/börnin og eða barn/börn í Skólaskjóli/frístund.
 • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.
Gildir frá 1. janúar 2021.    
Greiðslur til forráðamanna vegna daggæslu barna í heimahúsi

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna með lögheimili á Seltjarnarnesi.
Sjá: Reglur um greiðslur til forráðamanna vegna daggæslu barna í heimahúsi

Greiðsla Seltjarnarnesbæjar til foreldra vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi vegna daggæslu í heimahúsum miðast við 35.000 kr. á mánuði til jöfnunar leikskólagjaldi við Leikskóla Seltjarnarness.

 • Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
 • Greiðslum er hætt jafnhliða lokum þjónustu dagforeldra.
 • Upphæð framlags verður endurskoðuð árlega við gerð fjárhagsáætlunar
Gildir frá 1. janúar 2021.
Niðurgreiðslur og afslættir af gjaldskrám

Systkinaafsláttur

 • Foreldrar / forráðamenn systkina sem njóta þjónustu dagforeldra eða stofnana á Fræðslusviði geta sótt um systkinaafslátt.
 • Systkinaafsláttur er samræmdur milli þjónustu dagforeldra og stofnana á sviðinu með þeim hætti að annað barn nýtur 50% afsláttar og systkini um fram annað barn njóta 100% afsláttar af dvalargjöldum. Fullt gjald greiðist ávallt fyrir yngsta barnið, en afsláttur reiknast á gjöld fyrir eldri systkini.
 • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afsláttur til námsmanna

 • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi fá 40% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
 • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
 • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu á skólavist frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn, þar sem fram kemur að viðkomandi sé skráður í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Afsláttur kemur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
 • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afsláttur til einstæðra foreldra

 • Einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóls auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
 • Afsláttur til einstæðra foreldra fæst gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skila þarf vottorði fyrir hvert skólaár).
 • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afslættir eru ekki afturvirkir

 • Afslættir eru ekki afturvirkir og það er á ábyrgð foreldra að óska eftir þeim í umsókn.
 • Þeir taka gildi í næsta mánuði eftir að beiðni berst til stofnunar.
 • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum.
 • Afsláttur leggst ekki við afslátt.

Gjaldskrár stofnana

Gjaldskrá sundlaugar Seltjarnarness

Gjaldtaka í sundlaugina fylgir gjaldskrá Seltjarnarnesbæjar og er auglýst á heimasíðunni.

Fullorðnir frá 18 ára

Stakur 10 skipta* 30 skipta** 3ja mán. kort 1/2 árs kort Árskort
1.100 5.300 13.900 13.900 19.800 38.300
*Rennur út eftir 12 mánuði.
** Rennur út eftir 36 mánuði.

Börn frá 6 ára aldri

Stakur 10 skipta* Árskort
130 1.200 12.000

*Rennur út eftir 12 mánuði


Eldri borgarar, 67 ára og eldri fá frítt í sund

Leiga sundfata 1.500 og 1.000 til baka
Leiga handklæðis 1.650 og 1.000 til baka
Gildir frá og með 14. desember 2022
Gjaldskrá Fræðasetur í Gróttu

Breytt gjaldskrá fyrir Fræðasetur í Gróttu var samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2022. Fyrir aðstöðu í Fræðasetrinu í Gróttu, afnot af húsi, búnaði og umsýslu starfsmanna, skal greiða eftirfarandi:

Gestir utan skóla Seltjarnarnesbæjar:

Heimsókn, 3-6 klst. kr. 17.560
Fundir og ráðstefnur. 3-6 klst kr. 17.560
Fræðasetur fyrir hvern byrjaðan sólarhring kr. 24.145

Gestir úr skólum Seltjarnarnesbæjar:

Heimsókn í Fræðasetur, 3 til 6 klst. kr. 330 pr. barn
Heimsókn minna en 3 klst. kr. 165 pr. barn
Gisting í Fræðasetrinu (einn sólarhringur) kr. 16.465

Aðrar stofnanir Seltjarnarnesbæjar:

Fundir og ráðstefnur, 3 til 6 klst. kr. 10.975
Fundir og ráðstefnur minna en 3 klst. kr. 6.585
Gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness

Gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness gildir frá 1. janúar 2023

Árgjald Verð
Lánþegakort (18-67 ára)  2800 kr. árið
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri borgarar og öryrkjar greiða ekki árgjald. Ókeypis
Gild lánþegaskírteini í BS veita lánþegum aðgang að Borgarbókasafni Reykjavíkur og Bókasafni Mosfellsbæjar.  Sömuleiðis gilda lánþega skírteini í BR og BM í Bókasafni Seltjarnarness. Gildistími skírteina er samræmdur í söfnunum.
Dagsektir Verð
Bækur og önnur gögn 70 kr.
Hámarkssekt á gagn 750 kr.
Hámarkssekt 7.500 kr.
Millisafnalán 1.200 kr.
Önnur gjöld Verð
Nýtt lánþegakort fyrir glatað kort
(tilkynna ber bókasafninu ef skírteini glatast)
100 kr.
Ljósrit/prentun A4 sv/hv 60 kr.
Ljósrit/prentun A3 sv/hv 80 kr.
Ljósrit/prentun A4 lit 150 kr.
Ljósrit/prentun A3 lit 200 kr.
Skönnun 50 kr.
Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn Verð
Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega greiðir hann andvirði þess skv.:   
Ný gögn innan 2ja ára Innkaupsverð
Eldri bækur, hljóðbækur, myndbönd og tungumálanámskeið 3.500 kr.
Gallerí Grótta - fjölnotasalur með skjávarpa  Verð
Leiga á sal vegna afnota fyrir fundi, fyrirlestra, námskeið o.fl. 25.000 kr.
Glös og þvottur 5.500 kr.
Kaffi - 16 bollar 3.300 kr.
  Það er alltaf á ábyrgð lánþega að skila gögnum safnsins tímanlega. Sending áminningarbréfa í tölvupósti er aukaþjónusta sem safnið veitir og má ekki treysta á að þau berist.
  Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 14. desember 2022
Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness - fráveita

Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita, nr. 900/2012 

Breytingar:
Auglýsing nr. 138/2020 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita, nr. 900/2012
Auglýsing nr. 1398/2020 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita, nr. 900/2012
Auglýsing nr. 1365/2018 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita, nr. 900/2012 
Auglýsing nr. 1037/2014 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita, nr. 900/2012

Sé munur á texta á heimasíðu gildir birt PDF skjal Stjórnartíðinda.

Fráveita - gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness 

1. gr.

Af öllum fasteignum í Seltjarnarnesbæ, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar.

2. gr.

Álagningarstofn fráveitugjalds skv. 2. gr. skal vera 0,14250% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekkert fráveitugjald.

Stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi er kr. 242.156, sbr. samþykkt um fráveitu í Seltjarnarnesbæ nr. 1101/2020.

3. gr.

Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteigna­skatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

Skráður eigandi fasteignar skv. matsskrá Fasteignamats ríkisins eða skráður umráðandi ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds.

4. gr.

Húseigandi og lóðarhafi, lóðareigandi, ef um eignarlóð er að ræða bera ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds, og er gjaldið tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum.

5. gr.

Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur sveitarstjórn með einfaldri samþykkt sinni nýtt sér heimild í 2. mgr. 87. gr. vatnalaganna, sbr. lög nr. 137/1995, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

6. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar um álagningu fráveitugjalds frá 29. nóvember 2017 skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitu og skv. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, öðlast gildi 1. desember nk.

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1168/2010 með síðari breytingum.

Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnaness - vatnsgjald, notkunargjald og heimæðargjald

Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, vatnsgjald, notkunargjald og heimæðargjald nr. 219/2018

Auglýsing um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnaness, vatnsgjald notkunargjald og heimæðargjald, nr. 619/2018 
Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, vatnsgjald, notkunargjald og heimæðargjald nr.619/2018 

1. gr.

Vatnsgjald og stofn til álagningar.

Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati allra mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

Vatnsgjald af atvinnuhúsnæði er 0,0855% af fasteignamati mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

2. gr.

Notkunargjald.

Notkunargjald (aukavatnsskattur) leggst á stórnotendur skv. mæli krónur 44,50 pr. m³.

3. gr.

Heimæðargjald.

Eigandi fasteignar skal greiða kostnað við lagningu heimæðar og uppsetningu að húsi skv. gjaldskrá þessari. Um heimæðargjald gilda að öðru leyti lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, með síðari breytingum og reglugerð um Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011.

Fjárhæðir gjalda vegna heimæða eru eftirfarandi:

  BVT 180 Janúar 2023
Fyrir heimæð 25-32 mm 195.129 kr.
Fyrir heimæð 40-63 mm 363.646 kr.
Fyrir heimæð stærri en 63 mm 610.180.kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð lengri en 20 m 2.621 kr. pr. m

Gjaldið skal taka breytingum í janúar ár hvert miðað við byggingarvísitölu og skal grunnvísitala vera byggingarvísitala í desember 2018 141,6 stig.

4. gr.

Gjalddagar.

Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatta og greiðist vatnsgjaldið með fasteignasköttum. Þegar heimlögn hefur verið lögð er heimlagnargjald gjaldkræft, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 237/2011 um Veitustofnun Seltjarnarness.

5. gr.

Ábyrgð á greiðslu gjalda.

Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds. Ef notandi er annar en eigandi, ber hann ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.

Vatnsgjaldi og heimæðargjaldi, ásamt innheimtukostnaði og vöxtum, fylgir lögveðsréttur í fasteign í tvö ár frá gjalddaga. Lögveðið gengur fyrir eldri sem yngri samnings- og aðfararveðum og yngri lögveðum, skv. 9. gr. laga nr. 32/2004, með síðari breytingum. Notkunargjald og leigugjald fyrir vatnsmæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.

6. gr.

Gildistaka gjaldskrár.

Gjaldskrá þessi er staðfest og samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, skv. 7. mgr. 5. gr. og 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga, með síðari breytingum, og 6. gr. reglugerðar fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011, til að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, kalt vatn, nr. 787/2012, með síðari breytingum.

Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 14. desember 2022

 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 6. janúar 2023
Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness - heitt vatn

Gjaldskrá veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Breytingar:
Auglýsing nr. 965/2021 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 1448/2020 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012.
Auglýsing nr. 73/2020 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 1266/2018 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 1169/2017 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 7/2016 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 1203/2014 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 
Auglýsing nr. 1057/2012 um breytingu á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn, nr. 901/2012. 


Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn

I. KAFLI

1. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness selur hitaorku úr hitakerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð á Seltjarnarnesi, og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum, sem settar eru í gjaldskrá þessari sbr. reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnar­ness nr. 237, 4. mars 2011.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir heitt vatn á veitusvæðum Veitustofnunar Seltjarnarness.

Í ríkissjóð skal greiða sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Innheimta skatts­ins er miðuð við áætlaða sölu. Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjald­skrá þessari.

2. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vatnsæðar hennar, í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi hitaveitustjóra.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur setja rennslismæla við hvert upphitunarkerfi og miðast gjald hitaveitunnar fyrir selda orku við mælda rúmmetra vatns.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur húseigendum í té aukamæli, ef þess er óskað.

II. KAFLI

3. gr.

Gjöld fyrir afnot af heita vatninu eru sem hér segir:

Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 11% vsk Grunnur
Einingaverð Sala í þéttbýli, húshitun 106,15 2,12 120,18 kr./m3

 

Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 11% vsk Grunnur
Einingaverð Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu 106,15 2,12 120,18 kr/m³
Einingaverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 106,15 2,12 120,18 kr/m³

 

Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 11% vsk Grunnur
Fast verð A: 15 mm og stærri 26,86 0,54 30,41 kr./dag

Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er sam­kvæmt mæli.

Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

4. gr.

Hitaveitugjöld verða krafin annan hvern mánuð, og skulu þau greiðast til innheimtu­stofnunar, sem bæjarstjórn ákveður. Það eru vanskil ef gjöld eru ekki greidd innan 15 daga frá gjalddaga. Heimilt er að reikna dráttarvexti eins og þeir eru ákveðnir hjá innlána­stofnunum sbr. 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

III. KAFLI

5. gr.

Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m3 að stærð kr. 269.871
Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1000 m3 kr. 322 pr. m3
Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1000 m3 kr. 215 pr. m3
1 rennslismælir á grind kr. 85.373

6. gr.

Gjöld skv. 5. gr. eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar. Er veitunefnd heimilt að breyta þeim í samræmi við þær breytingar, sem á nefndri vísitölu verða, að fenginni staðfestingu iðnaðarráðuneytisins hverju sinni.

7. gr.

Nú eru leyfð afnot af heitu vatni til annars en til húshitunar, og er þá Veitustofnun Seltjarnarness heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.

8. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

9. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með 3ja daga fyrirvara.

Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 6.000 í hvert skipti.

Önnur þjónustugjöld Veitustofnunar Seltjarnarness eru eftirfarandi:

Seðilgjald kr. 198
Tilkynningar og greiðslugjald kr. 65
Auka álestur kr. 2.000
Innheimtuviðvörun kr. 800
Gjald fyrir opnun utan dagvinnutíma kr. 15.000

10. gr.

Eftirlitsmanni Veitustofnunar Seltjarnarness skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun heita vatnsins.

Við gjaldskrána bætist virðisaukaskattur samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af veitustjórn og bæjarstjórn Seltjarnarness staðfestist hér með samkvæmt reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237, 4. mars 2011 og orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. nóvember 2012 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn nr. 1289/ 2011.

Síðast uppfært 29. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?