Fara í efni

Dýralíf / fuglar

Á Seltjarnarnesi er auðugt fuglalíf á öllum tímum árs jafnt á veturna sem og um fartíma fugla vor og haust og á sumrin. Fuglalífið er sérlega fjölskrúðugt, t.d. í Gróttu, á Bakkatjörn og í Bakkavík, svo og út til sjávarins.

Um 23 tegundir fugla verpa reglulega á Nesinu en um 30 tegundir sjást jafnan yfir háveturinn. Til ársloka 1992 var vitað um 106 fuglategundir (og eina deilitegund) sem höfðu sést á Seltjarnarnesi. 

Fram til ársins 1957 höfðu sést 83 fuglategundir á Seltjarnarnesi en til 1992 höfðu sést eigi færri en 106 fuglategundir. Staða tegundanna í fuglalífi Seltjarnarness er mjög breytileg. Sumar eru aðeins flækingar sem sést hafa í fá skipti. Margar tegundir eru íslenskir varpfuglar en aðrar eru svokallaðir fargestir eða umferðarfuglar, sem verpa ekki hér á landi en stoppa við á ákveðnum tímum árs. Þá eru það vetrargestirnir sem dvelja á svæðinu um lengri eða skemmri tíma yfir vetrarmánuðina.Af varpfuglunum er krían lang algengust. Aðalvarpstaðir hennar eru í Gróttu, á Suðurnesi í kring um golfvöllinn, við Bakkatjörn og í Snoppu.

 

Níu tegundir af andfuglum verpa á Nesinu, flestar þeirra sjaldgæfar, nema æðarfuglinn sem er önnur algengasta fuglategund svæðisins. Á Nesinu verpa einnig stokkönd, gargönd, duggönd, skúfönd, hávella og toppönd. Grágæs hóf varp á Nesinu í lok sjötta áratugarins og íbúar Seltjarnarness fylgjast spenntir á hverju vori með svanahjónunum sem hafa hreiðrað um sig í hólmanum í Bakkatjörn.

Vaðfuglategundirnar eru sjö og meðal þeirra eru stelkur og sandlóa algengust. Mikið ber á tjaldi sem er þriðji algengasti sem er í þriðja sæti hvað fjölda varpfuglapara snertir. Sex tegundir af spörfuglum verpa á Nesinu og er stari algengastur, þar næst þúfutittlingur og maríuerla í þriðja sæti. Hrafn verpir ekki á Nesinu en er hins vegar algengur gestur við sjávarsíðuna á veturna.

Síðast uppfært 01. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?