Fara í efni

Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Rétt til lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts eiga ellilífeyrisþegar og öryrkjar sem úrskurðaðir eru með 75% örorku eða meira.

Veittur er afsláttur í þrepum frá 1% - 100% eftir tekjum viðkomandi. Fjárhags- og launanefnd ákvarðar tekjuviðmið fyrir einhleypa og hjón/sambýlisfólk í janúar ár hvert. Við ákvörðun um viðmiðunartölur er tekið mið af viðmiðunartölum síðasta árs og verðlags- og vísitölubreytingum á nýliðnu ári.

Ákvörðun um lækkun fasteignaskatts miðast við tekjur samkvæmt skattaálagninu næsta árs á undan álagningarári fasteignaskatta. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur). [1] Öryrkjar eiga rétt á lækkun sama ár og þeir eru úrskurðaðir öryrkjar og ellilífeyrisþegar frá því almanaksári að þeir ná 67 ára aldri.

Skilyrði til lækkunar er að umsækjandi búi í viðkomandi íbúð, eigi þar lögheimili, og að um sé að ræða íbúðarhúsnæði. Víkja má frá skilyrðinu um búsetu í íbúðinni og lögheimili ef viðkomandi dvelur á stofnun. Ekki er heimilt að veita lækkun ef íbúð viðkomandi er leigð öðrum.

Hjá hjónum og fólki í skráðri sambúð nægir að annar aðilinn sé ellilífeyrisþegi eða öryrki.

Falli annað hjóna/sambýlisaðila frá á eftirlifandi rétt á að njóta hjóna/sambúðarafsláttar út álagningarárið. Sama gildir við skilnað og sambúðarslit.

Afgreiðsla umsókna byggi á rafrænum upplýsingum úr álagningakerfi ríkisskattsstjóra eða framlagningu umsækjenda á skattframtali staðfestu af skattstjóra [2]

Reglur þessar eru settar með heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og samþykkt Bæjarstjórnar Seltjarnarness ár hvert.“


[1] Breytingin felur í sér að afslátturinn miðast við skattaálagninu næsta árs á undan álagningarári fasteignaskatta. Þar með verður ekki um að ræða endurupptöku á afslætti á grundvelli tekna skv. álagningaskrá á álagningarári. Eins og fyrirkomulagi er nú háttað eru einstaklingar sem notið hafa afsláttar að fá bakreikninga eða viðbótarafslátt á grundvelli skattaálagningar sem birt er á álagningarári, sbr. framtalsfresti sem kveðið er á um í 93. gr. laga um tekjuskatt. Með framangreindri breytingu er ákvörðun um afslætti til gjaldenda, eins og hún kemur fram á álagningaseðlum fasteignaskatta því endanleg.

[2] Breytingin felur það í sér að með aðgengi að rafrænni skrá ríkisskattstjóra er hægt að ákvarða afsláttinn en umsækjendur þurfa ekki sjálfir að koma gögnum til bæjarins ásamt umsókn en afslátturinn er veittur án sérstakra umsóknar á grudvelli aldursupplýsinga og tekjuupplýsinga skv. álagningu. Telji umsækjendur hins vegar að upplýsingar séu ekki réttar í álagningaskrám geta þeir lagt fram ósk um breytingu á afslætti á grundvelli staðfests framtals.

Síðast uppfært 13. mars 2023
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?