Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar er skipuð 7 bæjarfulltrúum og 7 til vara sem kosnir eru hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.
Bæjarstjórn frá 2025. Neðri röð: Sigurþóra Bergsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Efri röð: Bjarni Torfi Álfþórsson, Karen María Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson. Ljósmyndari: Silla Páls.
Bæjarstjórn fer með stjórn Seltjarnarneskaupstaðar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Undir bæjarstjórn heyrir bæjarstjóri sem sér um daglega starfsemi bæjarins. Bæjarstjóri fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarfélagsins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn. Bæjarstjórn kýs fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 2022 - 2026
Aðalmenn | Varamenn |
---|---|
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, 1. varamaður |
Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar | Hildigunnur Gunnarsdóttir, 2. varamaður |
Magnús Örn Guðmundsson, 1. varaforseti bæjarstjórnar | Örn Viðar Skúlason, 3. varamaður |
Svana Helen Björnsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar | Grétar Dór Sigurðsson, 3. varamaður |
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir | Guðmundur Gunnlaugsson, 1. varamaður |
Bjarni Torfi Álfþórsson | Eva Rún Guðmundsdóttir, 2. varamaður |
Karen María Jónsdóttir | Björg Þorsteinsdóttir, 3. varamaður |