Fara í efni

Umhverfismál

Seltjarnarnesbær kappkostar að framfylgja lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi sveitarfélagsins.

Umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar 

Sorphirða

Stefna Seltjarnarnesbæjar er sú að sorphirða frá íbúum sé með þeim hætti sem best getur talist á höfuðborgarsvæðinu.

Sorphirðudagatal ársins

Öll heimili á Seltjarnarnesi eiga að vera með tvær tunnur

 • Gráa sorptunnu fyrir almennan úrgang.
 • Endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang.
 • Hægt er að sækja um aukatunnur ef þörf krefum sem greitt er fyrir skv. gjaldskrá.
 • Hægt er að óska eftir nýrri tunnu eða loki ef núverandi tunna er skemmd.
 • Í slíku tilviki má hafa samband við þjónustuver Seltjarnarness í síma 5959 100 eða á postur@seltjarnarnes.is 

Hér má finna nánari upplýsingar um flokkun og umgengni um sorp

Umferðaröryggisáætlun

Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018-2022

Helsta markmið umferðaröryggisáætlunar er að fækka slysum og óhöppum, að unnið verði að bættu umferðaröryggi og tryggja að brýn verkefni fái forgang. 

 • Samgöngustofa hefur undanfarin ár hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi.
 • Seltjarnarnes er eitt af þeim sveitarfélögum sem gerði samning við Samgöngustofu um að skuldbinda sig til að gera umferðaröryggisáætlun.
 • Umferðaröryggisáætlun á að miða að aukinni vitund um umferðaröryggismál, bæði meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings.
 • Í áætluninni er núverandi staða er greind, helstu markmið og áherslur settar fram og sett fram framkvæmdaáætlun með forgangsröðun verkefna.
 • Áætlað er að við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar að tekið verði tillit til umferðaröryggisáætlunar og að hún verði endurnýjuð á fjögurra ára fresti.
 • Fram að þeim tíma verði ábendingum sem berast sveitarfélaginu varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær skoðaðar.
 • Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessari umferðaröryggisáætlun. 

Umhverfisviðurkenningar

Verður uppfært á næstunni

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?