1. kafli
Almenn ákvæði
1. gr.
Markmið með úthlutun leiguíbúða er að sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn, sbr. 46. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Með félagslegri leiguíbúð er átt við hverja þá íbúð í eigu bæjarsjóðs sem ætluð er til útleigu.
2. kafli
Réttur til leiguhúsnæðis
2. gr.
Almenn skilyrði / umsóknarréttur
Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi.
Umsækjandi hafi átt lögheimili á Seltjarnarnesi undanfarna 12 mánuði áður en umsókn berst.
Umsækjandi þarf að vera innan tekju og eignamarka sem tilgreind eru í reglugerð nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignastofnanir og almennar íbúðir.
Umsóknarréttur er bundinn eftirfarandi skilyrðum:
- Umsækjandi eigi ekki í bæjarfélaginu eða annars staðar fasteign sem jafna má til íbúðarhúsnæðis.
- Umsækjandi sé ekki leigutaki í kaupleiguíbúð eða hverri þeirri leiguíbúð annarri sem félagasamtök s. Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, önnur sveitarfélög eða opinberir aðilar eiga.
- Umsækjandi hafi greiðslugetu til þess að standa undir greiðslu húsnæðiskostnaðar af þeirri íbúð sem til úthlutunar er.
3. gr.
Umsókn og fylgigögn
Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði í gegnum þjónustugáttina ”mínar síður” á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar tekur á móti umsóknum og fer með afgreiðslu þeirra í umboði fjölskyldunefndar Seltjarnarnesbæjar.
Til að umsókn sé tekin til afgreiðslu þarf að fylgja:
Staðfest afrit af síðasta skattframtali umsækjanda og fjölskyldu hans. Staðgreiðsluyfirlit umsækjanda og maka.
Vottorð um lögheimili og fjölskyldustærð.
Auk áðurnefndra gagna þurfa eftirtalin gögn að fylgja eftir því sem við á sbr. umsóknareyðublað:
- Vottorð frá heilbrigðisfulltrúa ef umsækjandi býr í heilsuspillandi húsnæði.
- Læknisvottorð, ef alvarleg veikindi eru í fjölskyldunni.
- Gögn um lögskilnað, skilnað að borði og sæng eða sambúðarslit.
- Staðfesting skóla um fullt nám barna umsækjanda 18 – 20 ára.
Umsókn fellur úr gildi ef umbeðin gögn berast ekki innan mánaðar frá móttöku umsóknar. Í tilvikum þar sem umsækjanda er úthlutað íbúð sem hann þiggur ekki án haldbærra skýringa fellur umsókn hans úr gildi.
4. gr.
Afgreiðsla umsóknar
Umsókn skal taka fyrir á fundi starfsmanna fjölskyldusviðs sem fjalla um félagslega aðstoð. Ef umsókn er samþykkt er umsækjandi skráður á biðlista eftir leiguíbúð. Ef umsókn er hafnað skal umsækjanda tilkynnt það skriflega með rökstuðningi og upplýstur um rétt til málskots.
5. gr.
Skyldur umsækjanda um eftirfylgni
Umsækjanda er skylt að endurnýja umsókn sína innan 12 mánaða frá því að hún var lögð inn. Jafnframt skal umsækjandi þá gera grein fyrir hugsanlegum breytingum á aðstæðum sínum sem kunna að hafa áhrif á rétt hans til leigunnar. Verði misbrestur á að tilkynna um hugsanlegar breytingar leiðir það til að umsókn verður tekin af skrá. Ef umsókn er ekki endurnýjuð innan tilskilins frests fellur hún úr gildi.
6. gr.
Fræðsla og ráðgjöf gagnvart umsækjendum
Starfsfólki fjölskyldusviðs er skylt að veita umsækjendum upplýsingar um aðra þá kosti sem til boða kunna að standa í húsnæðismálum. Skal það gert í formi leiðbeininga og ráðlegginga auk miðlunar til annarra ráðgefandi aðila sem kunna að hafa yfir úrræðum að ráða.
3. kafli
Mat og úthlutun
7. gr.
Úthlutun leiguhúsnæðis
Félagssvið Seltjarnarness fer með úthlutun leiguhúsnæðis sem kveðið er á um í 6. gr. Lagt mat á umsækjendur eftir stigagjöf og er litið til hennar við forgangsröðun á umsækjendum, til að tryggja að þeir sem eru í brýnustu þörf fyrir félagslega leiguíbúð fái úthlutun.
Fjölskyldusviði er skylt á hverjum tíma að halda skrá yfir umsækjendur um félagslegt leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins. Skrá skal nafn umsækjanda, kennitölu, fjölskyldustærð og dagsetningu umsóknar og stigagjöf samkvæmt matsblaði.
Þeir sem fengið hafa úthlutað leiguhúsnæði fá skriflega tilkynningu þar um og skal gengið frá leigusamningi innan hálfs mánaðar frá úthlutun.
8. gr.
Málskot til bæjarráðs
Ákvörðunum fjölskyldusviðs um úthlutun má áfrýja til Bæjarráðs Seltjarnarness. Skal það gert skriflega og eigi síðar en 4 vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um viðkomandi ákvörðun.
4. kafli
Skilyrði við úthlutun og búsetu.
9. gr.
Breytingar á högum umsækjenda
Leiga félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar er að öllu jöfnu bundin þeim skilyrðum að við breytingar á félagslegum aðstæðum leigutaka skal réttur hans til leigunnar endurskoðaður. Hér er einkum átt við breytingar á hjúskaparstétt, fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu. Hægt er að gera þá kröfu til leigutaka að hann flytjist í minni íbúð vegna breytinga á fjölskyldustærð og hjúskaparhögum. Þá getur leigutaki óskað eftir stærra eða minna húsnæði vegna breytinga á fjölskyldustærð.
10. gr.
Leigusamningar
Húsaleigusamningur er almennt til tólf mánaða.
Við endurnýjun á húsaleigusamningi skal leigjandi skila inn nýjum tekjuupplýsingum, þ.e. skatt- framtali, staðgreiðsluyfirliti og launaseðlum síðustu þriggja mánaða. Leiði könnun í ljósi að leigj- andi sé umfram tekju- og eignamörk reglugerðar um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðis- sjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir nr. 183/2020skal leigjanda veittur nýr leigusamningur til allt að sex mánaða þar sem fram kemur að ekki verði um frekari endurnýjun að ræða.
Framleiga hins leigða húsnæðis er óheimil.
11. gr.
Réttindi og skyldur leigutaka og leigusala.
Fyrir afhendingu húsnæðis skal hafa farið fram úttekt á ástandi íbúðarinnar. Hið sama skal gert við brottflutning leigutaka úr húsnæðinu. Hússjóður greiðist af leigutaka nema um sé að ræða sérmerkt útgjöld til framkvæmda viðhalds og endurnýjunar á fasteigninni.
Skv. húsaleigulögum hefur leigusali rétt á að rifta húsaleiguleigusamningi greiði leigjandi ekki leig- una og framlag til sameiginlegs kostnaðar. Leigusali skal senda greiðsluáskorun með viðvörun um riftun á samningi mánuði frá gjalddaga. Þá á leigusali rétt á að rifta húsaleigusamningi ef húsreglum er ekki fylgt.
Hafi leigjandi ekki brugðist við greiðsluáskorun getur leigusali rift leigusamningi viku síðar og höfðað útburðarmál samkvæmt ákvörðun fjölskyldunefndar.
Heimilt er að senda húsaleigu sem er í vanskilum í lögfræðiinnheimtu. Kostnaður vegna þessara að- gerða fellur á leigjanda.
12. gr.
Gildistaka
Samþykkt á 476. fundi fjölskyldunefndar 21.01.2025 og 999. fundi bæjarstjórnar 06.02.2025. Reglurnar öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum og jafnframt falla úr gildi fyrri reglur um úthlutun leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar.
Matslisti - Félagslegar leiguíbúðir:
| Fjölskyldugerð | Fjöldi stiga | |
| Hjón / Sambýlisfólk | Hvert barn | 1 |
| Einstaklingar | Eitt barn Hvert barn umfram fyrsta barn |
2 |
| Heilsufar, starfsgeta og félagslegar aðstæður | ||
| Full starfsgeta | 0 | |
| Skert starfsgeta | Allt að 75% örorka | 1 |
| Óvinnufærni | 75% örorka | 2 |
| Aldraðir | 67 ára og eldri | 1 |
| Mál í vinnslu barnaverndarþj.* | 1 | |
| Húsnæðisaðstæður | ||
| Viðunandi | 0 | |
| Heilsuspillandi húsnæði eða yfirvofandi húsnæðismissir | 2 | |
| Húsnæðisleysi | 3 | |
| Tekjur heimilisfólks, hlutfall af tekjumörkum** | ||
| 99-100% | 0 | |
| 74-99% | 1 | |
| 64-74% | 2 | |
| 0-64% | 3 |
*m.t.t. mikilvægi tryggrar búsetu.
**skv. 6. gr. reglugerðar um stofnframlög nr. 183/2020