Fara í efni

Sumarskóli Seltjarnarnesbæjar

Sumarskóli er í boði í ágúst fyrir þau börn sem eru við að hefja skólagöngu og er hann staðsettur í Skjólinu í Mýrarhúsaskóla.

Forstöðumaður: Hólmfríður Petersen

Í Sumarskólanum fá börnin tækifæri til að venjast skólaumhverfinu í Mýrarhúsaskóla og una sér við metnaðarfulla dagskrá, leik og útiveru jafnt innan skólans, á skólalóðinni sem og í vettvangsferðum. Nemendur fá auk þess boð um þátttöku á sundnámskeiði.

  • Leikskóli Seltjarnarness sendir í maí ár hvert út tölvupóst til foreldra með boði um þátttöku og innritun í sumarskólann.
  • Sumarskólinn hefst að loknu sumarfríi leikskólans.
  • Gjaldskrá leikskólans gildir fyrir sumarskólann.
  • Gjald fyrir sundnámskeið er innheimt með leikskólagjaldinu.
  • Fullt fæði er í Sumarskólanum.

Síðast uppfært 06. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?